Almennar fréttir
Yfirlýsing vegna neyðarfundar um málefni fólks á flótta
28. ágúst 2023
Sögulega stór hópur félagasamtaka stóð í síðustu viku saman að neyðarfundi til að ræða þá mannúðarkrísu sem upp er komin með framkvæmd nýrra útlendingalaga sem sviptir hóp fólks allri þjónustu.
Samtökin höfðu áður gefið út yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum, öryggi og mannlegri reisn þessa hóps og lýst yfir efasemdum um að framkvæmd laganna standist mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist.
Í framsögum fulltrúa samtakanna komu fram lýsingar á sárri neyð skjólstæðinga þeirra sem og skilaboð frá einstaklingum sem sviptir hafa verið allri þjónustu. Skýr samstaða var um mikilvægi þess að fresta framkvæmd þjónustusviptingarinnar þar til mannúðlegri lausn hefur verið fundin. Þá var ljós andstaða framsögumanna um hugmyndir um varðhaldsbúðir, sem viðraðar hafa verið í fjölmiðlum nýlega. Skorað var á stjórnvöld að nýta þekkingu og reynslu samtakanna sem og sjónarmið þeirra sem finna sig í þessum aðstæðum við lausn vandans.
Samtökin munu áfram ræða saman og freista þess að fá svör stjórnvalda við þeim spurningum sem fram komu á fundinum.
Undir þessa yfirlýsingu skrifa:
Barnaheill – save the children
Biskup Íslands
EAPN á Íslandi
FTA - félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Fríkirkjan í Reykjavík
Geðhjálp
GETA hjálparsamtök
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn á Íslandi
Íslandsdeild Amnesty International
Kvenréttindafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands
No Borders
PEPP grasrót fólks í fátækt
Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá þjóðkirkjunni
Rauði krossinn á Íslandi
Réttur barna á flótta
Rótin
Samhjálp
Samtökin 78
Siðmennt
Solaris
Stígamót
Þroskahjálp
UN WOMEN
UNICEF
W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna
Öryrkjabandalag Íslands – heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.