Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Pexels Anastasia Shuraeva 9501978 (1)

Grindvíkingar í fókus: Nýtt stuðningsverkefni

Innanlandsstarf 01. október 2025

Rauði krossinn á Íslandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni og býður Grindvíkingum á fjölda námskeiða, vinnustofa og viðburða, endurgjaldslaust. Verkefnið er unnið í samstarfi við KVAN, í samráði við Grindavíkurbæ og með stuðningi Rio Tinto.

24.06.2025 Rauði Krossinn Eydís Ösp Eyþórsdóttir Djákni 9023

Öðlaðist kjark til að stíga inn í erfiðar aðstæður

Innanlandsstarf 26. september 2025

Eydís Ösp Eyþórsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, finnur vel hversu þakklátt fólk er fyrir stuðning viðbragðshópa félagsins sem kallaðir eru út er áföll dynja yfir fólk eða samfélög.

Auðna Og Stella Aðal

Heimsóknarvinur með skýra forgangsröðun: Fólk fyrst

Innanlandsstarf 22. september 2025

Pálína Jónsdóttir, sem var í hópi fyrstu heimsóknavina Rauða krossins, snerti fallega við lífi margra á þeim hundrað árum sem hún lifði. Hún átti viðburðaríka ævi, var félagsvera sem fæddist í fámenninu á Hesteyri, fór út í heim eftir seinna stríð og hélt síðar stórt heimili í Reykjavík. „Hún var alla tíð með skýra forgangsröðun í lífinu: Fólk fyrst,“ segir dóttir hennar.

JBB00059 Copy

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð

Innanlandsstarf 11. september 2025

Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Pexels Ivan Samkov 9630204

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta

Innanlandsstarf 08. september 2025

Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

Pexels Negativespace 173408

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Innanlandsstarf 01. september 2025

Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.

Pexels Vjapratama 935835

Ungu fólki úr Grindavík boðið á námskeið

Innanlandsstarf 01. september 2025

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar.

JBB00196 (1)

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs

Innanlandsstarf 12. ágúst 2025

Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.

Íris Ólafsdóttir 2

„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“

Innanlandsstarf 05. ágúst 2025

Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

1717 Mannvinir Jóla (7)

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga

Innanlandsstarf 01. ágúst 2025

Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Svanhvít Sjálfboðaliði Aðal1

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum

Innanlandsstarf 23. júlí 2025

„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

W4U 5

Listsköpun, leikur og lærdómur

Innanlandsstarf 15. júlí 2025

„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Pétur DSF1020

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun

Innanlandsstarf 08. júlí 2025

Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Ingibjörg Ásta

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“

Innanlandsstarf 02. júlí 2025

Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Hb Deild Ráðstefna

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu

Innanlandsstarf 25. júní 2025

Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Öryggi Mynd1

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi

Innanlandsstarf 23. júní 2025

„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Ylja 1

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið

Innanlandsstarf 11. júní 2025

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Pexels Cottonbro 6068952

Stærstu sveitarfélögin við Eyjafjörð semja við Rauða krossinn

Innanlandsstarf 27. maí 2025

Fjallabyggð hefur bæst í hóp þeirra sveitarfélaga er samið hafa við Eyjafjarðardeild Rauða krossins um söfnun, flokkun og sölu á fatnaði og öðrum textíl á svæðinu. „Stór áfangi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri.