Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Íris Ólafsdóttir 2

„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“

Innanlandsstarf 05. ágúst 2025

Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

1717 Mannvinir Jóla (7)

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga

Innanlandsstarf 01. ágúst 2025

Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Svanhvít Sjálfboðaliði Aðal1

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum

Innanlandsstarf 23. júlí 2025

„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

W4U 5

Listsköpun, leikur og lærdómur

Innanlandsstarf 15. júlí 2025

„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Pétur DSF1020

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun

Innanlandsstarf 08. júlí 2025

Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Ingibjörg Ásta

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“

Innanlandsstarf 02. júlí 2025

Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Hb Deild Ráðstefna

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu

Innanlandsstarf 25. júní 2025

Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Öryggi Mynd1

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi

Innanlandsstarf 23. júní 2025

„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Ylja 1

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið

Innanlandsstarf 11. júní 2025

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Pexels Cottonbro 6068952

Stærstu sveitarfélögin við Eyjafjörð semja við Rauða krossinn

Innanlandsstarf 27. maí 2025

Fjallabyggð hefur bæst í hóp þeirra sveitarfélaga er samið hafa við Eyjafjarðardeild Rauða krossins um söfnun, flokkun og sölu á fatnaði og öðrum textíl á svæðinu. „Stór áfangi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri.

GSF4002

Þrjú ráðuneyti styrkja Hjálparsíma Rauða krossins

Innanlandsstarf 23. maí 2025

Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað samning við Rauða krossinn sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. „Þetta er ótrúlega mikilvæg þjónusta,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra er skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins á fimmtudag.

Pexels Kampus 8813497

Um 50 börn fá styrki úr Tómstundasjóði Rauða krossins

Innanlandsstarf 21. maí 2025

„Tómstundir auka vellíðan barna, svo einfalt er það,“ segir Nína Helgadóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum sem heldur utan um tómstundasjóð félagsins. Velferðarsjóður barna hefur veitt tómstundasjóðnum veglegan styrk.

Stilla Úr Bensínlaus Táknmál

Vertu klár á táknmáli

Innanlandsstarf 09. maí 2025

Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

JBB00196

Ylja er „eins og gott knús“

Innanlandsstarf 06. maí 2025

Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Sjálfboðaliðar Ársins NÝ

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi

Innanlandsstarf 07. apríl 2025

Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

Ingibjörg Halldórsdóttir Eyjafjarðardeild

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“

Innanlandsstarf 03. apríl 2025

Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Kórinn Fjöldahjálparstöð

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi

Innanlandsstarf 28. mars 2025

Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.

Sandra Elfa Hanna

Vanlíðan spyr ekki hvað klukkan sé

Innanlandsstarf 25. mars 2025

„Samtölin eru að þyngjast og fleiri þeirra taka lengri tíma en áður,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans 1717 sem Rauði krossinn rekur. Brýnt er að renna fleiri stoðum undir reksturinn svo halda megi þeirri lífsbjargandi þjónustu sem þar er veitt áfram allan sólarhringinn.