Innanlandsstarf
Aðalfundur Kópavogsdeildar 2019
15. mars 2019
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars.
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars. Fyrir venjuleg aðalfundarstörf hélt Halldór Gíslason sendifulltrúi fræðsluerindi um netvæðingu í Afríku en hann tekur þátt í the Digital Divide Initiative, sem er tækni- og samskiptaverkefni IFRC, og er Rauði krossinn á Íslandi leiðandi í því samstarfi.
Matthías Matthíasson meðstjórnandi deildarinnar flutti skýrslu stjórnar um síðastliðið ár fyrir hönd David Lynch fomanns deildarinnar sem var fjarverandi. Matthías nefnir að árið 2018 hafi verið tími breytinga og umbóta hjá deildinni. Ársreikningur deildarinnar 2018 var afgreiddur á fundinum og þar kom fram að Kópavogsdeild heldur áfram að vera til fyrirmyndar í að nýta fjármagn deildarinnar til verkefna í samfélaginu.
Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir kynnti framboð til stjórnar. í framboði voru Margrét Halldórsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir sem buðu sig fram sem meðtjórnendur til tveggja ára, Baldur Steinn Helgason og Hörður Bragason buðu sig fram í varastjórn til eins árs og Garðar Guðjónsson bauð sig fram sem skoðunarmaður til eins árs. Öll voru kjörin með lófaklappi og boðin velkomin til starfa. Fráfarandi stjórnarfólk, þau Helga Bára Bragadóttir og Matthías Matthíasson voru kvödd með þökkum fyrir sitt góða og mikla framlag undanfarin ár.
Ársskýrslu Rauða krossins má nálgast útprentaða á skrifstofu deildarinnar í Hamraborg 11 eða á rafrænu formi hér - RKI_Arsskyrsla_2018_LOK-
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“