Innanlandsstarf
Aðalfundur Kópavogsdeildar 2019
15. mars 2019
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars.
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn í gær, 14. mars. Fyrir venjuleg aðalfundarstörf hélt Halldór Gíslason sendifulltrúi fræðsluerindi um netvæðingu í Afríku en hann tekur þátt í the Digital Divide Initiative, sem er tækni- og samskiptaverkefni IFRC, og er Rauði krossinn á Íslandi leiðandi í því samstarfi.
Matthías Matthíasson meðstjórnandi deildarinnar flutti skýrslu stjórnar um síðastliðið ár fyrir hönd David Lynch fomanns deildarinnar sem var fjarverandi. Matthías nefnir að árið 2018 hafi verið tími breytinga og umbóta hjá deildinni. Ársreikningur deildarinnar 2018 var afgreiddur á fundinum og þar kom fram að Kópavogsdeild heldur áfram að vera til fyrirmyndar í að nýta fjármagn deildarinnar til verkefna í samfélaginu.
Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir kynnti framboð til stjórnar. í framboði voru Margrét Halldórsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir sem buðu sig fram sem meðtjórnendur til tveggja ára, Baldur Steinn Helgason og Hörður Bragason buðu sig fram í varastjórn til eins árs og Garðar Guðjónsson bauð sig fram sem skoðunarmaður til eins árs. Öll voru kjörin með lófaklappi og boðin velkomin til starfa. Fráfarandi stjórnarfólk, þau Helga Bára Bragadóttir og Matthías Matthíasson voru kvödd með þökkum fyrir sitt góða og mikla framlag undanfarin ár.
Ársskýrslu Rauða krossins má nálgast útprentaða á skrifstofu deildarinnar í Hamraborg 11 eða á rafrænu formi hér - RKI_Arsskyrsla_2018_LOK-
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.