Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
03. febrúar 2021
Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00
Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00
Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn í fjarfundi.
Skráning fer fram hér, æskilegt er að skrá sig sólarhring fyrir fund. Nánari upplýsingar gefur Hulda á hulda@redcross.is.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 21. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram.
- Tillaga stjórnar um sameiningu Kópavogsdeildar og Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar lögð fram til afgreiðslu. Kosningum í deildarstjórn frestað til stofnfundar nýrrar deildar sé tillaga um sameiningu samþykkt í báðum deildum.
- Kosning deildarstjórnar og varamanna þeirra fer fram sé tillaga um sameiningu felld.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs sé tillaga um sameiningu felld.
- Önnur mál
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2021. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Stjórnin
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.