Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi
03. febrúar 2021
Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00
Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00
Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn í fjarfundi.
Skráning fer fram hér, æskilegt er að skrá sig sólarhring fyrir fund. Nánari upplýsingar gefur Hulda á hulda@redcross.is.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 21. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram.
- Tillaga stjórnar um sameiningu Kópavogsdeildar og Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar lögð fram til afgreiðslu. Kosningum í deildarstjórn frestað til stofnfundar nýrrar deildar sé tillaga um sameiningu samþykkt í báðum deildum.
- Kosning deildarstjórnar og varamanna þeirra fer fram sé tillaga um sameiningu felld.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs sé tillaga um sameiningu felld.
- Önnur mál
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2021. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Stjórnin
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.