Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
18. janúar 2023
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.
Dagskrá fundarins:
1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.
Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.
9. Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
- Stjórn Eyjafjarðardeildar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.