Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
18. janúar 2023
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.
Dagskrá fundarins:
1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.
Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.
9. Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
- Stjórn Eyjafjarðardeildar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.