Innanlandsstarf
Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
17. desember 2018
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.
Um helgina fór fram aðventuhátíð áhjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa umárabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tókKópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp áheitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möllerlas jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söngfalleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undirsönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakkláturfyrir gott samstarf við Sunnuhlíð. Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu meðfélagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce oghundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem erað líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.