Innanlandsstarf
Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
17. desember 2018
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.
Um helgina fór fram aðventuhátíð áhjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa umárabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tókKópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp áheitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möllerlas jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söngfalleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undirsönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakkláturfyrir gott samstarf við Sunnuhlíð. Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu meðfélagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce oghundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem erað líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.