Innanlandsstarf
Aðventuhátíð í Sunnuhlíð
17. desember 2018
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuhátíð. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undir sönginn og nutu samverunnar saman.
Um helgina fór fram aðventuhátíð áhjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Rauði krossinn í Kópavogi og Sunnuhlíð hafa umárabil viðhaldið góðu samstarfi þegar kemur að félagsstarfi og þar að auki tókKópavogsdeildin þátt í uppbyggingu Sunnuhlíðar. Á hátíðinni var boðið upp áheitt súkkulaði með rjóma, jólakökur og sherry. Presturinn Sunna Dóra Möllerlas jólasögu fyrir mannskapinn og söngkonan Linda Hartmanns spilaði og söngfalleg jólalög. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk tóku undirsönginn og nutu samverunnar saman. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakkláturfyrir gott samstarf við Sunnuhlíð. Þeir koma að margvíslegu félagsstarfi á heimilinu meðfélagsskap, söng, upplestri, gönguferðum, föndri, prjónaskap, bocce oghundavinir kíkja einnig við. Rauði krossinn þakkar Sunnuhlíð fyrir árið sem erað líða og öllum sem tóku þátt í gleðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.