Innanlandsstarf
Aðventuskemmtun í Sunnuhlíð
12. desember 2019
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuskemmtun. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk nutu kræsinga og sungu saman í notalegheitum.
Síðastliðinn sunnudag fórfram aðventuskemmtun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Heimsóknavinir Rauðakrossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og hafa viðhaldið góðu samstarfi um árabil. Sunnuhlíð bauð upp á heitt kakó og Kópavogsdeild Rauðakrossins kom með ýmsar kræsingar, jólaterturog smákökur. Þar að auki voru skemmtiatriði þar sem presturinn Sunna DóraMöller las upp sögu og söng og tónlistarkonanHarpa Thorvaldsdóttir spilaði á píanó og söng jólalög. Mannskapurinn söng í kórí notalegheitum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkarSunnuhlíð fyrir gott samstarf á liðnu ári og sendir hátíðarkveðjur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.