Innanlandsstarf
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni styrkir Rauða krossinn
24. mars 2022
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins.
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins. Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við erum afskaplega þakklát áhöfninni fyrir þetta góða framlag sem mun nýtast vel í okkar verkefnum. Það er ómetanlegt að finna fyrir öllum þeim stuðningi sem við finnum fyrir og hvetur okkur áfram í að vinna að okkar góða starfi, bæði erlendis sem og hér á landi“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.