Innanlandsstarf
Allar deildir höfuðborgarsvæðis sameinaðar
23. maí 2024
Í gær fór fram stofnfundur nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, sem sameinar krafta höfuðborgardeildar og deildarinnar sem áður sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Unnið hefur verið að sameiningunni undanfarna mánuði, en hún auðveldar samstarf og eykur skilvirkni í starfi Rauða krossins. Með þessu sameinast starfsemi tveggja öflugra deilda sem hafa sinnt fjölbreyttum verkefnum svo úr verður enn öflugri deild sem þjónustar fleiri landsmenn en nokkur önnur.
Nýja deildin mun vinna að skaðaminnkunarverkefnum Rauða krossins, Frú Ragnheiði og Ylju, auk þess að sinna ýmsum félagslegum verkefnum, svo sem Vinaverkefnunum fjölbreyttu, ýmiss konar félagsstarfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, skyndihjálparkennslu og Aðstoð eftir afplánun. Þessi nýja deild verður því með mörg og stór verkefni á sinni könnu.
Með því að sameina krafta deildanna verður hægt að setja aukinn kraft í öll þessi verkefni og fara betur með krafta og fé félagsins. Sameiningin var samþykkt á aðalfundum deildanna fyrr á árinu.
Rauði krossinn fagnar þessum tímamótum og bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar nýju deildarinnar eru spenntir fyrir að sinna þessum fjölbreyttu verkefnum af fullum krafti.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.