Innanlandsstarf
Allar deildir höfuðborgarsvæðis sameinaðar
23. maí 2024
Í gær fór fram stofnfundur nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, sem sameinar krafta höfuðborgardeildar og deildarinnar sem áður sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Unnið hefur verið að sameiningunni undanfarna mánuði, en hún auðveldar samstarf og eykur skilvirkni í starfi Rauða krossins. Með þessu sameinast starfsemi tveggja öflugra deilda sem hafa sinnt fjölbreyttum verkefnum svo úr verður enn öflugri deild sem þjónustar fleiri landsmenn en nokkur önnur.
Nýja deildin mun vinna að skaðaminnkunarverkefnum Rauða krossins, Frú Ragnheiði og Ylju, auk þess að sinna ýmsum félagslegum verkefnum, svo sem Vinaverkefnunum fjölbreyttu, ýmiss konar félagsstarfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, skyndihjálparkennslu og Aðstoð eftir afplánun. Þessi nýja deild verður því með mörg og stór verkefni á sinni könnu.
Með því að sameina krafta deildanna verður hægt að setja aukinn kraft í öll þessi verkefni og fara betur með krafta og fé félagsins. Sameiningin var samþykkt á aðalfundum deildanna fyrr á árinu.
Rauði krossinn fagnar þessum tímamótum og bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar nýju deildarinnar eru spenntir fyrir að sinna þessum fjölbreyttu verkefnum af fullum krafti.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.