Innanlandsstarf
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins
19. nóvember 2019
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinir. Rauði krossinn er afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan um hundavinanámskeið Rauða krossins.
Alltaf bætast íhópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinirog geta þeir nú heimsótt hópa eða einstaklinga sem eftir því óska.
Rauði krossinner afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan umhundavinanámskeið Rauða krossins sem er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt.Fyrst þurfa þó hundarnir sem og eigendur þeirra að standast svokallaðgrunnhundamat þar sem metið er hæfni þeirra við að gerast hundavinir Rauða krossinsog stunda heimsóknir.
Hundar geta náðafar vel til fólks og stundum betur en við mannfólkið. Verkefnið hefur notiðmikilla vinsælda á síðastliðnum árum og eru nú um 50 hundavinir sem heimsækja fjölbreyttanhóp fólks um land allt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.