Innanlandsstarf
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins
19. nóvember 2019
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinir. Rauði krossinn er afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan um hundavinanámskeið Rauða krossins.
Alltaf bætast íhópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinirog geta þeir nú heimsótt hópa eða einstaklinga sem eftir því óska.
Rauði krossinner afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan umhundavinanámskeið Rauða krossins sem er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt.Fyrst þurfa þó hundarnir sem og eigendur þeirra að standast svokallaðgrunnhundamat þar sem metið er hæfni þeirra við að gerast hundavinir Rauða krossinsog stunda heimsóknir.
Hundar geta náðafar vel til fólks og stundum betur en við mannfólkið. Verkefnið hefur notiðmikilla vinsælda á síðastliðnum árum og eru nú um 50 hundavinir sem heimsækja fjölbreyttanhóp fólks um land allt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.