Innanlandsstarf
Börn í leikskólanum Norðurbergi styrkja heilsugæslu á hjólum\r\ní Sómalíu
14. janúar 2020
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið.
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir dyggan stuðning barnanna í Norðurbergi, fjölskyldna þeirra og starfsmanna leikskólans Norðurbergs.
Framlög úr fjáröflunum barna fyrir Rauða krossinn eru jafnan notuð til að leggja börnum annars staðar í heiminum lið. Í ár rennur allt fé sem börn á Íslandi hafa safnað fyrir Rauða krossinn til heilsugæslu á hjólum í Sómalíu. Með þessu framlagi barna á leikskólanum Norðurbergi hafa alls rúmar 430.000 krónur safnast til verkefnisins.
Sjá nánar um heilsugæslu á hjólum hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.