Innanlandsstarf
Börn í leikskólanum Norðurbergi styrkja heilsugæslu á hjólum\r\ní Sómalíu
14. janúar 2020
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið.
Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir dyggan stuðning barnanna í Norðurbergi, fjölskyldna þeirra og starfsmanna leikskólans Norðurbergs.
Framlög úr fjáröflunum barna fyrir Rauða krossinn eru jafnan notuð til að leggja börnum annars staðar í heiminum lið. Í ár rennur allt fé sem börn á Íslandi hafa safnað fyrir Rauða krossinn til heilsugæslu á hjólum í Sómalíu. Með þessu framlagi barna á leikskólanum Norðurbergi hafa alls rúmar 430.000 krónur safnast til verkefnisins.
Sjá nánar um heilsugæslu á hjólum hér .
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.