Innanlandsstarf
Ertu búin/n að setja þér markmið fyrir árið 2020?
16. janúar 2020
Komdu og vertu með!Það eru mörg spennandi verkefni í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
\r\n\r\n
Helstu verkefni Rauða krossins í Kópavogi eru:
Félagsvinir eftir afplánun - er nýjasta verkefni Rauða krossins þar sem unnið er í þágu fanga sem vilja hefja nýtt líf án afbrota. Sjálfboðaliðar aðstoða með hin ýmsu mál þegar afplánun lýkur.
Heimsóknarvinir – Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Hundavinir - Hundavinaverkefni Rauða krossins hefur notið mikilla vinsælda þar sem oft geta hundar náð öðruvísi til fólks og veita gleði og ánægju. Fólk á öllum aldri nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Símavinir – Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks og allir geta fengið símavin óháð búsetu. Símavinir Rauða krossins hringja í þátttakendur tvisvar í viku og þeir spjalla saman í allt að 30 mínútur.
Föt sem framlag – Sjálfboðaliðar þessa verkefnis prjóna og sauma föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda.
Æfinging skapar meistarann er verkefni þar sem sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða fólks sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð eða spjall. Þetta verkefni er einfalt og skemmtilegt og þar að auki er það góð leið til að eignast nýja vini.
Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Allar upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4062 eða á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.