Innanlandsstarf
Ertu búin/n að setja þér markmið fyrir árið 2020?
16. janúar 2020
Komdu og vertu með!Það eru mörg spennandi verkefni í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
\r\n\r\n
Helstu verkefni Rauða krossins í Kópavogi eru:
Félagsvinir eftir afplánun - er nýjasta verkefni Rauða krossins þar sem unnið er í þágu fanga sem vilja hefja nýtt líf án afbrota. Sjálfboðaliðar aðstoða með hin ýmsu mál þegar afplánun lýkur.
Heimsóknarvinir – Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Hundavinir - Hundavinaverkefni Rauða krossins hefur notið mikilla vinsælda þar sem oft geta hundar náð öðruvísi til fólks og veita gleði og ánægju. Fólk á öllum aldri nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Símavinir – Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks og allir geta fengið símavin óháð búsetu. Símavinir Rauða krossins hringja í þátttakendur tvisvar í viku og þeir spjalla saman í allt að 30 mínútur.
Föt sem framlag – Sjálfboðaliðar þessa verkefnis prjóna og sauma föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda.
Æfinging skapar meistarann er verkefni þar sem sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða fólks sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð eða spjall. Þetta verkefni er einfalt og skemmtilegt og þar að auki er það góð leið til að eignast nýja vini.
Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Allar upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4062 eða á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.