Innanlandsstarf
Ertu búin/n að setja þér markmið fyrir árið 2020?
16. janúar 2020
Komdu og vertu með!Það eru mörg spennandi verkefni í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.
\r\n\r\n
Helstu verkefni Rauða krossins í Kópavogi eru:
Félagsvinir eftir afplánun - er nýjasta verkefni Rauða krossins þar sem unnið er í þágu fanga sem vilja hefja nýtt líf án afbrota. Sjálfboðaliðar aðstoða með hin ýmsu mál þegar afplánun lýkur.
Heimsóknarvinir – Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Hundavinir - Hundavinaverkefni Rauða krossins hefur notið mikilla vinsælda þar sem oft geta hundar náð öðruvísi til fólks og veita gleði og ánægju. Fólk á öllum aldri nýtur samvistanna við hundana og að sjálfsögðu eigendur þeirra líka.
Símavinir – Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks og allir geta fengið símavin óháð búsetu. Símavinir Rauða krossins hringja í þátttakendur tvisvar í viku og þeir spjalla saman í allt að 30 mínútur.
Föt sem framlag – Sjálfboðaliðar þessa verkefnis prjóna og sauma föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda.
Æfinging skapar meistarann er verkefni þar sem sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða fólks sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð eða spjall. Þetta verkefni er einfalt og skemmtilegt og þar að auki er það góð leið til að eignast nýja vini.
Rauði krossinn í Kópavogi býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í skyndihjálp, bæði fyrir börn og fullorðna. Allar upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum getur þú haft samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 570-4062 eða á kopavogur@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.