Innanlandsstarf
Fatakortaúthlutun hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð
20. desember 2022
Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð fatakortum að andvirði yfir 2,6 milljóna króna.

Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð 524 fatakortum til fólks á starfssvæði deildarinnar sem óskaði eftir aðstoð í gegnum jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.
Að Velferðarsjóðnum standa Rauði krossinn við Eyjafjörð, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Hjálpræðisherinn. Hvert fatakort er að verðmæti 5.000 krónur og nemur úthlutun Rauða krossins að þessu sinni því samtals rúmum 2,6 milljónum króna, en í heildina hefur úthlutun í formi fatakorta árið 2022 numið 6,2 milljónum króna á árinu.
Þessa vikuna er svo 50% afsláttur af öllu nema ullarvörum í verslun Rauða krossins á Akureyri, svo hægt er að auka verðmæti hvers korts verulega.
Við þökkum þeim sem komið hafa fötum sem ekki eru lengur í notkun til okkar og ekki síður þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að flokkun og sölu fatnaðar, því án sjálfboðaliða væri þessi aðstoð ekki möguleg.
--
Rauði krossinn við Eyjafjörð sinnir afar fjölbreyttum verkefnum og veitir ekki af fleiri sjálfboðaliðum. Hefurðu áhuga á að taka þátt? Skráðu þig þá hérna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.