Innanlandsstarf
Fatakortaúthlutun hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð
20. desember 2022
Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð fatakortum að andvirði yfir 2,6 milljóna króna.

Í síðustu viku úthlutaði Rauði krossinn við Eyjafjörð 524 fatakortum til fólks á starfssvæði deildarinnar sem óskaði eftir aðstoð í gegnum jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.
Að Velferðarsjóðnum standa Rauði krossinn við Eyjafjörð, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Hjálpræðisherinn. Hvert fatakort er að verðmæti 5.000 krónur og nemur úthlutun Rauða krossins að þessu sinni því samtals rúmum 2,6 milljónum króna, en í heildina hefur úthlutun í formi fatakorta árið 2022 numið 6,2 milljónum króna á árinu.
Þessa vikuna er svo 50% afsláttur af öllu nema ullarvörum í verslun Rauða krossins á Akureyri, svo hægt er að auka verðmæti hvers korts verulega.
Við þökkum þeim sem komið hafa fötum sem ekki eru lengur í notkun til okkar og ekki síður þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að flokkun og sölu fatnaðar, því án sjálfboðaliða væri þessi aðstoð ekki möguleg.
--
Rauði krossinn við Eyjafjörð sinnir afar fjölbreyttum verkefnum og veitir ekki af fleiri sjálfboðaliðum. Hefurðu áhuga á að taka þátt? Skráðu þig þá hérna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.