Innanlandsstarf
Félagsvinir eftir afplánun -Sérfræðingur í mannauðsmálum á opnu húsi
21. mars 2019
Á opnu húsi, 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Á opnu húsi 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Opið hús er alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 21:00. Þar er hægt að fá upplýsingar og stuðning og jafnvel hitta annað fólk sem hefur sömu reynslu að baki. Þar verður einnig boðið upp á stutt fræðsluerindi og ýmis konar aðstoð svo sem við gerð ferilskrár, atvinnuleit, áhugasviðskönnun og fleira sem nýtist við daglegt líf. Léttar veitingar í boði.
-----
Next Wednesday, on March 27th Gauja Hálfdánardóttir, a human resources specialist will be at our open house to provide important information about how to make a CV and how to present yourself at job interviews.
Our open house is every Wednesday from 19:00-21:00. There you can meet other people that have similar experience and seek advice and support. We offer short informative presentations and help with e.g. making a CV, job seeking, interest surveys and more topics that are useful in daily life.
Light refreshments available.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.