Innanlandsstarf
Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi
27. mars 2023
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað þrjár fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti þeim sem þurfa skjól vegna snjóflóða og snjóflóðahættu á Austurlandi. Þær eru í Egilsbúð í Neskaupstað, Herðubreið í Seyðisfirði og Grunnskólanum á Eskifirði.
Í fjöldahjálparstöðvunum fær fólk skjól, sálræna fyrstu hjálp, upplýsingar og grunnþörfum þeirra er sinnt.
Rúmlega 300 gestir hafa komið í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð, einhverjir hafa fundið gistingu annars staðar en það er útlit fyrir að nokkur fjöldi gisti þar. Um 60 manns hafa komið í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði og tæplega 70 á þá sem er í Eskifirði. Mörg hafa fundið skjól og gistingu annars staðar.
1717 er til taks
Mörg okkar upplifa erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur eða ótta vegna snjóflóðanna og snjóflóðahættunnar. Við minnum á að það er alltaf hægt að leita til Hjálparsímans 1717 og netspjallsins 1717.is. Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar eða hvers konar stuðning. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið, fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hafa samband.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.