Innanlandsstarf
Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi
27. mars 2023
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað þrjár fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti þeim sem þurfa skjól vegna snjóflóða og snjóflóðahættu á Austurlandi. Þær eru í Egilsbúð í Neskaupstað, Herðubreið í Seyðisfirði og Grunnskólanum á Eskifirði.
Í fjöldahjálparstöðvunum fær fólk skjól, sálræna fyrstu hjálp, upplýsingar og grunnþörfum þeirra er sinnt.
Rúmlega 300 gestir hafa komið í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð, einhverjir hafa fundið gistingu annars staðar en það er útlit fyrir að nokkur fjöldi gisti þar. Um 60 manns hafa komið í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði og tæplega 70 á þá sem er í Eskifirði. Mörg hafa fundið skjól og gistingu annars staðar.
1717 er til taks
Mörg okkar upplifa erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur eða ótta vegna snjóflóðanna og snjóflóðahættunnar. Við minnum á að það er alltaf hægt að leita til Hjálparsímans 1717 og netspjallsins 1717.is. Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar eða hvers konar stuðning. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið, fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hafa samband.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.