Innanlandsstarf
Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi
27. mars 2023
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað þrjár fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti þeim sem þurfa skjól vegna snjóflóða og snjóflóðahættu á Austurlandi. Þær eru í Egilsbúð í Neskaupstað, Herðubreið í Seyðisfirði og Grunnskólanum á Eskifirði.
Í fjöldahjálparstöðvunum fær fólk skjól, sálræna fyrstu hjálp, upplýsingar og grunnþörfum þeirra er sinnt.
Rúmlega 300 gestir hafa komið í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð, einhverjir hafa fundið gistingu annars staðar en það er útlit fyrir að nokkur fjöldi gisti þar. Um 60 manns hafa komið í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði og tæplega 70 á þá sem er í Eskifirði. Mörg hafa fundið skjól og gistingu annars staðar.
1717 er til taks
Mörg okkar upplifa erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur eða ótta vegna snjóflóðanna og snjóflóðahættunnar. Við minnum á að það er alltaf hægt að leita til Hjálparsímans 1717 og netspjallsins 1717.is. Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar eða hvers konar stuðning. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið, fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hafa samband.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.