Innanlandsstarf
Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi
27. mars 2023
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað þrjár fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti þeim sem þurfa skjól vegna snjóflóða og snjóflóðahættu á Austurlandi. Þær eru í Egilsbúð í Neskaupstað, Herðubreið í Seyðisfirði og Grunnskólanum á Eskifirði.
Í fjöldahjálparstöðvunum fær fólk skjól, sálræna fyrstu hjálp, upplýsingar og grunnþörfum þeirra er sinnt.
Rúmlega 300 gestir hafa komið í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð, einhverjir hafa fundið gistingu annars staðar en það er útlit fyrir að nokkur fjöldi gisti þar. Um 60 manns hafa komið í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði og tæplega 70 á þá sem er í Eskifirði. Mörg hafa fundið skjól og gistingu annars staðar.
1717 er til taks
Mörg okkar upplifa erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur eða ótta vegna snjóflóðanna og snjóflóðahættunnar. Við minnum á að það er alltaf hægt að leita til Hjálparsímans 1717 og netspjallsins 1717.is. Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar eða hvers konar stuðning. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið, fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hafa samband.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.