Innanlandsstarf
Flugslysaæfing á Vopnafirði
24. apríl 2023
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.
Æfingin fór fram síðastliðinn laugardag og þar æfðu Isavia, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fjöldi annarra viðbragðsaðila rétt viðbrögð við flugslysi.
Meðal þátttakenda voru sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Fjarðarbyggð, en Rauði krossinn reiðir sig á viðbrögð þessara sjálfboðaliða þegar neyðarástand kemur upp og við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna.
Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land sem gera félaginu kleift að virkja skjótt viðbragð í nærsamfélaginu þegar neyð skapast og veita þolendum áfalla öruggt skjól og stuðning, bæði sálrænan og annars konar.
Æfingin gekk mjög vel og þar fengu bæði nýir sem og vanir sjálfboðaliðar dýrmæta reynslu sem getur skipt sköpum þegar raunverulegt neyðarástand skapast.
-----
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.