Innanlandsstarf
Flugslysaæfing á Vopnafirði
24. apríl 2023
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.

Æfingin fór fram síðastliðinn laugardag og þar æfðu Isavia, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fjöldi annarra viðbragðsaðila rétt viðbrögð við flugslysi.
Meðal þátttakenda voru sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Fjarðarbyggð, en Rauði krossinn reiðir sig á viðbrögð þessara sjálfboðaliða þegar neyðarástand kemur upp og við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna.

Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land sem gera félaginu kleift að virkja skjótt viðbragð í nærsamfélaginu þegar neyð skapast og veita þolendum áfalla öruggt skjól og stuðning, bæði sálrænan og annars konar.

Æfingin gekk mjög vel og þar fengu bæði nýir sem og vanir sjálfboðaliðar dýrmæta reynslu sem getur skipt sköpum þegar raunverulegt neyðarástand skapast.
-----
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.