Innanlandsstarf
Flugslysaæfing á Vopnafirði
24. apríl 2023
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.
Æfingin fór fram síðastliðinn laugardag og þar æfðu Isavia, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fjöldi annarra viðbragðsaðila rétt viðbrögð við flugslysi.
Meðal þátttakenda voru sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Fjarðarbyggð, en Rauði krossinn reiðir sig á viðbrögð þessara sjálfboðaliða þegar neyðarástand kemur upp og við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna.
Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land sem gera félaginu kleift að virkja skjótt viðbragð í nærsamfélaginu þegar neyð skapast og veita þolendum áfalla öruggt skjól og stuðning, bæði sálrænan og annars konar.
Æfingin gekk mjög vel og þar fengu bæði nýir sem og vanir sjálfboðaliðar dýrmæta reynslu sem getur skipt sköpum þegar raunverulegt neyðarástand skapast.
-----
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.