Innanlandsstarf
Flugslysaæfing á Vopnafirði
24. apríl 2023
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.
Æfingin fór fram síðastliðinn laugardag og þar æfðu Isavia, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fjöldi annarra viðbragðsaðila rétt viðbrögð við flugslysi.
Meðal þátttakenda voru sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Fjarðarbyggð, en Rauði krossinn reiðir sig á viðbrögð þessara sjálfboðaliða þegar neyðarástand kemur upp og við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna.
Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land sem gera félaginu kleift að virkja skjótt viðbragð í nærsamfélaginu þegar neyð skapast og veita þolendum áfalla öruggt skjól og stuðning, bæði sálrænan og annars konar.
Æfingin gekk mjög vel og þar fengu bæði nýir sem og vanir sjálfboðaliðar dýrmæta reynslu sem getur skipt sköpum þegar raunverulegt neyðarástand skapast.
-----
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.