Innanlandsstarf
Flugslysaæfing á Vopnafirði
24. apríl 2023
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.

Æfingin fór fram síðastliðinn laugardag og þar æfðu Isavia, björgunarsveitir, Rauði krossinn og fjöldi annarra viðbragðsaðila rétt viðbrögð við flugslysi.
Meðal þátttakenda voru sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Múlasýslu, Þingeyjarsýslu og Fjarðarbyggð, en Rauði krossinn reiðir sig á viðbrögð þessara sjálfboðaliða þegar neyðarástand kemur upp og við þökkum þeim kærlega fyrir þátttökuna.

Það eru sjálfboðaliðar Rauða krossins um allt land sem gera félaginu kleift að virkja skjótt viðbragð í nærsamfélaginu þegar neyð skapast og veita þolendum áfalla öruggt skjól og stuðning, bæði sálrænan og annars konar.

Æfingin gekk mjög vel og þar fengu bæði nýir sem og vanir sjálfboðaliðar dýrmæta reynslu sem getur skipt sköpum þegar raunverulegt neyðarástand skapast.
-----
Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.