Innanlandsstarf
Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram
02. febrúar 2024
Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.
Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið tæplega 10 milljón króna framlag frá Rauða krossinum í Færeyjum í neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú alls úthlutað rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.
Rauði krossinn í Færeyjum hafði samband við Rauða krossinn á Íslandi og bauð fram stuðning við söfnunina, en þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Ákveðið var að blása til söfnunar og afrakstur hennar er nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir.
Tæpur helmingur kominn til Grindvíkinga
Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú safnað rúmlega 41 milljón króna, en söfnunin er enn í fullum gangi. Þar af hefur rétt rúmlega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga.
Úthlutunin er einnig enn yfirstandandi og hún heldur áfram þar til öllu því fé sem hefur safnast hefur verið komið til Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem er vel innan við 1% af heildarupphæðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.