Innanlandsstarf
Framúrskarandi sjálfboðaliðar heiðraðir
11. mars 2024
Höfuðborgardeild Rauða krossins heiðraði þrjá sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag innan fjölbreyttra verkefna deildarinnar á aðalfundi sínum í síðustu viku.

Í síðustu viku heiðraði höfuðborgardeild Rauða krossins þrjá sjálfboðaliða, þau Helenu Kristínu Jónsdóttur, Albert Björn Lúðvígsson og Birki Frey Ólafsson, fyrir framúrskarandi framlag innan fjölbreyttra verkefna deildarinnar.
Viðurkenningar fyrir sjálfboðastörf eru veittar árlega á aðalfundi höfuðborgardeildar. Starfsfólk tilnefnir sjálfboðaliða og tillögurnar eru svo lagðar fyrir stjórn, en til að verða fyrir valinu þurfa sjálfboðaliðarnir að uppfylla nokkur ólík skilyrði.
Helena Kristín Jónsdóttir
Verkefni: Verslun - Landspítali Fossvogi
Helena hefur staðið sig einstaklega vel í starfi og hefur unnið í versluninni í 26 ár, eða síðan 1998. Hún er góður og tryggur starfsmaður sem er alltaf til í að hlaupa í skarðið ef þess er óskað. Helena er virkur þátttakandi í félagsstarfinu og hefur verið góð í að hvetja nýtt fólk til þátttöku.

Albert Björn Lúðvígsson
Verkefni: Frú Ragnheiður – skaðaminnkun
Albert er sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði og hefur verið virkur síðan september 2018. Albert sinnir bílstjóravöktum í verkefninu en hefur einnig stokkið inn í önnur hlutverk þegar þörf er á. Hann er gríðarlega áreiðanlegur sjálfboðaliði sem er alltaf hægt að treysta á. Albert mikilvægur málsvari fyrir notendur þjónustunnar og verkefnið sjálft.

Birkir Freyr Ólafsson
Verkefni: Leiðsöguvinir flóttafólks
Birkir hefur tekið þátt í verkefninu Leiðsöguvinir síðan árið 2017. Hann hefur lokið sex leiðsöguvina pörunum og hefur núna tvo vini að auki. Birkir er afar virkur sjálfboðaliði, honum er annt um vini sína og heldur áfram að vera vinur þeirra þrátt fyrir að verkefnin klárist. Birkir hefur kennt vinum sínum ýmislegt um íslenska menningu og aðstoðað þau við allt milli himins og jarðar. Hann stefnir á að taka þátt í fleiri verkefnum í framtíðinni.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.