Innanlandsstarf
Frú Ragnheiður keyrir öll jólin
22. desember 2022
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.

Mikilvægt er að þjónustan falli ekki niður yfir hátíðirnar og Rauði krossinn er afar þakklátur sjálfboðaliðum verkefnisins fyrir að vera tilbúin til að standa vaktirnar yfir hátíðirnar.
„Við höfum fundið fyrir því í gegnum árin hversu mikilvægt það er fyrir notendur Frú Ragnheiðar að þjónustan okkar haldist óskert yfir hátíðirnar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra Skaðaminnkunar. „Jólin geta verið þungbær, en mörg af notendum Frú Ragnheiðar hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og því er mikilvægt að við séum til staðar.“
Örugg og þægileg jólastemmning
„Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar standa vaktirnar yfir hátíðirnar sem og öll önnur kvöld. Við verðum með gjafir og jólamat og leggjum upp með að mynda örugga og þægilega stemningu í bílnum,“ segir Hafrún. „Það er ómetanlegt fyrir verkefnið að sjálfboðaliðar séu tilbúin að gefa tíma sinn á þessum dögum því án þeirra gætum við ekki þjónustað notendur okkar á þessum viðkvæmu tímum.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.