Innanlandsstarf
Frú Ragnheiður keyrir öll jólin
22. desember 2022
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.

Mikilvægt er að þjónustan falli ekki niður yfir hátíðirnar og Rauði krossinn er afar þakklátur sjálfboðaliðum verkefnisins fyrir að vera tilbúin til að standa vaktirnar yfir hátíðirnar.
„Við höfum fundið fyrir því í gegnum árin hversu mikilvægt það er fyrir notendur Frú Ragnheiðar að þjónustan okkar haldist óskert yfir hátíðirnar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra Skaðaminnkunar. „Jólin geta verið þungbær, en mörg af notendum Frú Ragnheiðar hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og því er mikilvægt að við séum til staðar.“
Örugg og þægileg jólastemmning
„Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar standa vaktirnar yfir hátíðirnar sem og öll önnur kvöld. Við verðum með gjafir og jólamat og leggjum upp með að mynda örugga og þægilega stemningu í bílnum,“ segir Hafrún. „Það er ómetanlegt fyrir verkefnið að sjálfboðaliðar séu tilbúin að gefa tíma sinn á þessum dögum því án þeirra gætum við ekki þjónustað notendur okkar á þessum viðkvæmu tímum.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.