Innanlandsstarf
Fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku
10. janúar 2019
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis. Rauði krossinn í Kópavogi í samstarfi við Mími-símenntun fóru af stað með verkefnið vorið 2017 og þátttaka eykst með hverri önn. Sjálfboðaliðar og þátttakendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Tilgangur verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða. Í hverjum tíma er tekið fyrir ákveðið þema sem nýtist í daglegu lífi, eins og samgöngur, verslun, matur, húsnæðismál o.fl. Hópnum er skipt í smærri hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að þjálfa sig í málinu á sínum hraða. Listasafn Íslands hefur einnig tekið þátt með því að bjóða þátttakendum á sýningar og á þann hátt öðlast þeir innsýn í sögu landsins og læra íslensku í leiðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári.
Æfingin skapar meistarann fer fram alla laugardaga kl. 10-12. Athugið að æskilegt er að vera með grunn í íslensku.
Hvar: Mímir Símenntun, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.
Hvenær: Alla laugardaga kl. 10-12.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.