Innanlandsstarf
Fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku
10. janúar 2019
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis. Rauði krossinn í Kópavogi í samstarfi við Mími-símenntun fóru af stað með verkefnið vorið 2017 og þátttaka eykst með hverri önn. Sjálfboðaliðar og þátttakendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Tilgangur verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða. Í hverjum tíma er tekið fyrir ákveðið þema sem nýtist í daglegu lífi, eins og samgöngur, verslun, matur, húsnæðismál o.fl. Hópnum er skipt í smærri hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að þjálfa sig í málinu á sínum hraða. Listasafn Íslands hefur einnig tekið þátt með því að bjóða þátttakendum á sýningar og á þann hátt öðlast þeir innsýn í sögu landsins og læra íslensku í leiðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári.
Æfingin skapar meistarann fer fram alla laugardaga kl. 10-12. Athugið að æskilegt er að vera með grunn í íslensku.
Hvar: Mímir Símenntun, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.
Hvenær: Alla laugardaga kl. 10-12.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.