Innanlandsstarf
Fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku
10. janúar 2019
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis. Rauði krossinn í Kópavogi í samstarfi við Mími-símenntun fóru af stað með verkefnið vorið 2017 og þátttaka eykst með hverri önn. Sjálfboðaliðar og þátttakendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Tilgangur verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða. Í hverjum tíma er tekið fyrir ákveðið þema sem nýtist í daglegu lífi, eins og samgöngur, verslun, matur, húsnæðismál o.fl. Hópnum er skipt í smærri hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að þjálfa sig í málinu á sínum hraða. Listasafn Íslands hefur einnig tekið þátt með því að bjóða þátttakendum á sýningar og á þann hátt öðlast þeir innsýn í sögu landsins og læra íslensku í leiðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári.
Æfingin skapar meistarann fer fram alla laugardaga kl. 10-12. Athugið að æskilegt er að vera með grunn í íslensku.
Hvar: Mímir Símenntun, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.
Hvenær: Alla laugardaga kl. 10-12.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.