Innanlandsstarf
Hundavinir á Stórhundadögum
21. mars 2019
Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru á Stórhundadögum í Garðheimum þar sem þeir kynntu verkefni sitt, Hundavinir.
Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum. Sjálfboðaliðar Hundavina Rauða krossins ásamt sínum gleðigjöfum voru á staðnum til að kynna verkefnin sín. Heimsóknahundar Rauða krossins eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um land allt. Þeir eru að heimsækja á mörgum einkaheimilum, stofnunum og á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig heimsækja þeir mörg dvalarheimili úti á landi. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til einstaklinga, bæði fullorðinna og barna og oft mun betur en mannfólk gerir.
Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur með hund eða fá hundavin í heimsókn vinsamlegast hafðu samband í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.