Innanlandsstarf
Kópavogsdeild óskar eftir formanni
31. janúar 2020
Formaður Rauða krossins í Kópavogi stýrir 3 stærstu deild landsins.
Framsækinn einstaklingur óskast til að stýra Rauða krossinum í Kópavogi.
Kópavogsdeild Rauða krossins er stýrt af stjórn fjölbreyttra sjálfboðaliða með tengsl við nærsamfélagið. Deildin vinnur ötult starf gegn félagslegri einangrun í samfélaginu og stýrir verkefnum á borð við Hundavini, Heimsóknavini, Félagsvini eftir afplánun auk fjölda smærri verkefna. Deildin leggur áherslu á að finna nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir fólks í samfélaginu.
Rauði krossinn í Kópavogi er þriðja stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um 2000 félaga og 300 sjálfboðaliða.
Formaður deildarinnar, David Lynch, mun í mars hætta störfum eftir 6 ára starf og nú vantar nýjan formann í Kópavogsdeild Rauða krossins. Ef þú hefur áhuga, eða þekkir einhvern góðan, endilega sendu línu á silja@redcross.is fyrir 20. febrúar 2020.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.