Innanlandsstarf
Kópavogsdeild óskar eftir formanni
31. janúar 2020
Formaður Rauða krossins í Kópavogi stýrir 3 stærstu deild landsins.
Framsækinn einstaklingur óskast til að stýra Rauða krossinum í Kópavogi.
Kópavogsdeild Rauða krossins er stýrt af stjórn fjölbreyttra sjálfboðaliða með tengsl við nærsamfélagið. Deildin vinnur ötult starf gegn félagslegri einangrun í samfélaginu og stýrir verkefnum á borð við Hundavini, Heimsóknavini, Félagsvini eftir afplánun auk fjölda smærri verkefna. Deildin leggur áherslu á að finna nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir fólks í samfélaginu.
Rauði krossinn í Kópavogi er þriðja stærsta deild Rauða krossins á Íslandi, með um 2000 félaga og 300 sjálfboðaliða.
Formaður deildarinnar, David Lynch, mun í mars hætta störfum eftir 6 ára starf og nú vantar nýjan formann í Kópavogsdeild Rauða krossins. Ef þú hefur áhuga, eða þekkir einhvern góðan, endilega sendu línu á silja@redcross.is fyrir 20. febrúar 2020.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.