Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins fer í sumarfrí
06. júlí 2020
Kópavogsdeild Rauða krossins er lokuð frá og með 1. júlí til 4. ágúst.
-English below-
Kópavogsdeild Rauða krossins er lokuð fráog með 1. júlí til 4. ágúst. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir samstarfið og gleðilegt sumar!
Hægt er að hafa samband við LandsskrifstofuRauða krossins í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Opnunartíminn er kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga nema föstudaga 9:00-14:30. Við minnum einnig áað Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn.
Hér í viðhengi má sjá heimsóknavini Rauðakrossins heimsækja leikskólann Gefnarborg í Garði. Hildur (og Vaca) segja frá reynslu sinni sem hundavinir:
“Ástæðanfyrir því að ég gerðist heimsóknarvinur með hund í leikskóla er að ég erleikskólakennari í Leikskólanum Gefnarborg í Garði. Þar höfum við undanfarið verið að þróa okkurí skynörvun barna. Mér fannst það mikilvægt að Veca færi í gegnum hunda-heimsóknavinanámskeið ef ég ætlaði að fara með hana í heimsóknir á leikskólann. Mér fannst námskeiðiðfrábært og vel að öllu staðið. Það var gaman að sjá Vecu fara í gegnumallskonar áreiti og standast matið. Til að byrja með höfum við Veca farið ívettvangsferðir með börnum. Það er margt sem börnin geta lært ognotið góðs af að umgangast Vecu. Þau fá að njóta nærveru við hund, þau sem eruhrædd við hunda fá tækifæri til að komast yfir hræðsluna, þau læra að beravirðingu fyrir og umgangast dýr. Börnin fá aukna þekking á hundum og læra hvernig eigi að haga sér áöruggan og viðeigandi hátt í kringum þá. Hundar örva flest skynfæri (snerting,sjón, heyrn, lykt) Börnin fá að snerta Vecu og velta fyrir sér ýmsum spurningumeins og til dæmis hvernig er að koma við feldinn, er hann mjúkur eða harður,kaldur eða heitur, hvernig líður Vecu, er hún glöð eða leið, hvað gerum við efvið sjáum hund sem við þekkjum ekki og svo framvegis. Heimsóknir Vecu eykurþannig einnig orðaforða barnanna. Við erum rétt að byrja og eigum eftir að þróaokkur áfram og fá reynslu. Veca er mikilvægur Heimsóknarvinur Rauðakrossins.”
***
The Red Cross in Kópavogur is closed from July 1st to August 4th. Thank you dear volunteers for the collaboration, enjoy the summer!
You can contact the main office of RedCross at Efstaleiti 9 in Reykjavik. The opening hours are 9:00-16:00 allweekdays except Fridays 9:00-14:30. The helpline phone 1717 is open 24/7.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“