Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
15. apríl 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk samtals 700.000 kr. og er markmiðið að þjálfa talmál og auka orðaforða innflytjenda sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Um er að ræða samstarfsverkefni Rauða krossins í Kópavogi og Mími Símenntunar. Samverur fara fram alla laugardaga kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir gott og skemmtilegt samstarf og vill koma á framfæri þakklæti til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Nánar um styrkinn má finna hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.