Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
15. apríl 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk samtals 700.000 kr. og er markmiðið að þjálfa talmál og auka orðaforða innflytjenda sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Um er að ræða samstarfsverkefni Rauða krossins í Kópavogi og Mími Símenntunar. Samverur fara fram alla laugardaga kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir gott og skemmtilegt samstarf og vill koma á framfæri þakklæti til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Nánar um styrkinn má finna hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.