Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
15. apríl 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk samtals 700.000 kr. og er markmiðið að þjálfa talmál og auka orðaforða innflytjenda sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Um er að ræða samstarfsverkefni Rauða krossins í Kópavogi og Mími Símenntunar. Samverur fara fram alla laugardaga kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir gott og skemmtilegt samstarf og vill koma á framfæri þakklæti til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Nánar um styrkinn má finna hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.