Innanlandsstarf
Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
15. apríl 2019
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála.
Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið fékk samtals 700.000 kr. og er markmiðið að þjálfa talmál og auka orðaforða innflytjenda sem hefur hagnýtt gildi í daglegu lífi.
Um er að ræða samstarfsverkefni Rauða krossins í Kópavogi og Mími Símenntunar. Samverur fara fram alla laugardaga kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Sjálfboðaliðar og innflytjendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að hafa einhverja kunnáttu í íslensku. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að gera er að mæta.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum og þátttakendum fyrir gott og skemmtilegt samstarf og vill koma á framfæri þakklæti til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Nánar um styrkinn má finna hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.