Innanlandsstarf
Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna
27. febrúar 2023
Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.
Handverkshópur Kvennadeildar Rauða krossins náði að safna einni milljón króna á árlegum jólabasar sínum og í ár var ákveðið að styrkja tómstundasjóð flóttabarna, sem fjármagnar tómstundastarf fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvennadeildin lætur afrakstur jólabasarsins renna til góðs málefnis, en í fyrra var Ferðafélagið Víðsýn styrkt.
Við þökkum Kvennadeildinni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.