Innanlandsstarf
Mikil aukning á aðsókn í Frú Ragnheiði á Akureyri
16. september 2022
Frú Ragnheiður á Akureyri fékk fleiri heimsóknir fyrstu átta mánuði þessa árs en en allt árið 2021.

Heimsóknirnar fyrstu átta mánuði ársins 2022 í Frú Ragnheiði á Akureyri, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, eru orðnar fleiri en allt árið 2021. Fyrstu átta mánuði ársins voru heimsóknirnar í þjónustuna á Akureyri 262, en þær voru 195 allt árið 2021. Einstaklingarnir að baki heimsóknunum eru orðnir 32 á þessu ári á móti 23 yfir allt árið í fyrra, sem er aukning um tæp 40% milli ára.
Frú Ragnheiður er verkefni sem flestir landsmenn þekkja vel. Frú Ragnheiður sinnir grunn heilbrigðisþjónustu, nálaskiptaþjónustu og sálrænum stuðningi en verkefnið er starfrækt innan Rauða krossins á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Meira traust og betri þjónusta
Hópstjórar Frú Ragnheiðar á Akureyri (Berglind Júlíusdóttir og S. Edda Ásgrímsdóttir) telja aukninguna í verkefninu ekki stafa af því að fleiri noti vímuefni í æð, heldur sé skýringin sú að nú þegar verkefnið hefur verið starfandi í rúmlega fjögur og hálft ár hafi það byggt upp traust meðal þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustuna. Auk þess hefur þjónustan verið efld verulega síðastliðið ár með aukinni heilbrigðisþjónustu, dreifingu á lyfinu Naloxone (sem notað er til að draga úr áhrifum of stórra skammta af ópíóðum) og með tilkomu samstarfs við veitingahús á Akureyri sem gefur skjólstæðingum heita matarbakka þrisvar í viku.
Frú Ragnheiður á Akureyri er með þrjár vaktir á viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 20:00 – 22:00. Hægt er að hafa samband á þeim tíma í síma 800 1150. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.