Innanlandsstarf
Mikil aukning á aðsókn í Frú Ragnheiði á Akureyri
16. september 2022
Frú Ragnheiður á Akureyri fékk fleiri heimsóknir fyrstu átta mánuði þessa árs en en allt árið 2021.

Heimsóknirnar fyrstu átta mánuði ársins 2022 í Frú Ragnheiði á Akureyri, skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, eru orðnar fleiri en allt árið 2021. Fyrstu átta mánuði ársins voru heimsóknirnar í þjónustuna á Akureyri 262, en þær voru 195 allt árið 2021. Einstaklingarnir að baki heimsóknunum eru orðnir 32 á þessu ári á móti 23 yfir allt árið í fyrra, sem er aukning um tæp 40% milli ára.
Frú Ragnheiður er verkefni sem flestir landsmenn þekkja vel. Frú Ragnheiður sinnir grunn heilbrigðisþjónustu, nálaskiptaþjónustu og sálrænum stuðningi en verkefnið er starfrækt innan Rauða krossins á þremur stöðum á landinu, Akureyri, Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Meira traust og betri þjónusta
Hópstjórar Frú Ragnheiðar á Akureyri (Berglind Júlíusdóttir og S. Edda Ásgrímsdóttir) telja aukninguna í verkefninu ekki stafa af því að fleiri noti vímuefni í æð, heldur sé skýringin sú að nú þegar verkefnið hefur verið starfandi í rúmlega fjögur og hálft ár hafi það byggt upp traust meðal þeirra einstaklinga sem nýta sér þjónustuna. Auk þess hefur þjónustan verið efld verulega síðastliðið ár með aukinni heilbrigðisþjónustu, dreifingu á lyfinu Naloxone (sem notað er til að draga úr áhrifum of stórra skammta af ópíóðum) og með tilkomu samstarfs við veitingahús á Akureyri sem gefur skjólstæðingum heita matarbakka þrisvar í viku.
Frú Ragnheiður á Akureyri er með þrjár vaktir á viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 20:00 – 22:00. Hægt er að hafa samband á þeim tíma í síma 800 1150. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.