Innanlandsstarf
Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið
12. mars 2024
Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.

Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir íbúa Grindavíkur. Alls hafa safnast 51.539.096 kr. og 47.171.230 kr. hefur verið úthlutað til Grindvíkinga í 542 styrkjum. Hægt er að sækja um fjárstuðning til og með 19. mars, en 20. mars fer svo síðasta úthlutunin fram og þá verður farið yfir síðustu umsóknirnar og afgangnum af fénu komið til Grindvíkinga.
Hægt er að sækja um fjárstuðning í gegnum þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga. Þjónustumiðstöð er staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík, opið virka daga milli klukkan 10-16 og í Reykjanesbæ á Smiðjuvöllum 8. Þar er opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli 14-17.
Ef fólk er í bráðum fjárhagsvanda hvetjum við það til að bóka viðtal hjá félagsráðgjöfum Grindavíkurbæjar í síma 4201100.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þær gríðarlega öflugu viðtökur sem þessi söfnun fékk. Félagið heldur svo áfram að standa þétt við bakið á Grindvíkingum þrátt fyrir að neyðarsöfnuninni sé lokið með rekstri þjónustumiðstöðva og annarri aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.