Innanlandsstarf
Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið
12. mars 2024
Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.
Í dag lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi fyrir íbúa Grindavíkur. Alls hafa safnast 51.539.096 kr. og 47.171.230 kr. hefur verið úthlutað til Grindvíkinga í 542 styrkjum. Hægt er að sækja um fjárstuðning til og með 19. mars, en 20. mars fer svo síðasta úthlutunin fram og þá verður farið yfir síðustu umsóknirnar og afgangnum af fénu komið til Grindvíkinga.
Hægt er að sækja um fjárstuðning í gegnum þjónustumiðstöðvar fyrir Grindvíkinga. Þjónustumiðstöð er staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík, opið virka daga milli klukkan 10-16 og í Reykjanesbæ á Smiðjuvöllum 8. Þar er opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum milli 14-17.
Ef fólk er í bráðum fjárhagsvanda hvetjum við það til að bóka viðtal hjá félagsráðgjöfum Grindavíkurbæjar í síma 4201100.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þær gríðarlega öflugu viðtökur sem þessi söfnun fékk. Félagið heldur svo áfram að standa þétt við bakið á Grindvíkingum þrátt fyrir að neyðarsöfnuninni sé lokið með rekstri þjónustumiðstöðva og annarri aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.