Innanlandsstarf
Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku - margt smátt gerir eitt stórt
18. apríl 2019
Núna er rétt um mánuður liðinn síðan flóðin skullu á í sunnanverðri Afríku. Starfsfólk Rauða krossins á svæðinu er nú loks farið að sjá árangur af vinnu undanfarna sólarhringa.
\r\nÞú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.
Núna er rétt um mánuður liðinn síðan flóðin skullu á í sunnanverðri Afríku. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa unnið í kappi við tímann við að koma fórnarlömbum flóðanna til hjálpar. Allt kapp hefur verið lagt á að koma koma upp hreinlætisaðstöðu, dreifa neyðarpökkum til fólks og tryggja aðgengi að hreinu vatni til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma eins og kóleru.
Árangur af vinnu undanfarna sólarhringa
Starfsfólk Rauða krossins á svæðinu er nú loks farið að sjá árangur af vinnu undanfarna sólarhringa. Í aðgerðum Rauða krossins í Mósambík hefur yfir 25 þúsund manns verið veitt aðstoð, 600 þúsund lítrum af hreinu vatni verið dreift á svæðinu sem varð verst úti og þúsundum neyðarpakka verið komið til þolenda. Enn er þó langt til lands og mikil vinna framundan hjá starfsfólki Rauða krossins á svæðinu því flóðin höfðu áhrif á 1,8 milljón íbúa en markmið Rauða krossins er að veita 200 þúsund manns aðstoð á næstu dögum.
Það skiptir máli að taka þátt í slíkri söfnun
Það skiptir máli að sem flestir leggi söfnuninni lið. 2900 kr. einar og sér hljómar ekki sem mikill stuðningur miðað við þann gífurlega missi sem fjöldi fólks í sunnanverðri Afríku hefur orðið fyrir, fólks sem misst hefur allt sitt; heimili sín og ástvini í hamförunum undanfarin mánuð. En það er í svona neyð sem hver einasta hjálparhönd getur skipt gífurlegu máli fyrir þolendur slíkra hamfara. Auk þess gerir margt smátt eitt stórt og saman getum við lagt okkar að mörkum í krafti fjöldans til þess að gefa hundruð þúsunda þolenda bætt húsaskjól, vatn og lífsbjargandi læknisaðstoð. Þegar margir leggja sitt af mörkum getum við gefið svo mikla von eins og þegar hefur sannast á undanförnum vikum í sunnanverðri Afríku.
Þú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.