Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
17. apríl 2019
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Markmið verkefnisins er að bjóða flóttabörnum og börnum sem fyrir eru upp á smiðjur í skapandi tónlist og hreyfingu. Vonast er til að þetta stuðli að aukinni vellíðan flóttabarnanna og gagnkvæmri aðlögun þeirra og nærsamfélagsins. Þátttaka þeirra í verkefninu á að gefa þeim færi á að tjá sig og skapa, stuðla að hópeflingu og tengslamyndun. Ásamt starfsmönnum Rauða krossins munu tveir Orff tónlistakennarar ásamt iðjuþjálfa halda þrjár helgarsmiðjur með hópunum sem um ræðir.
Rauði krossinn vill skila þakklætiskveðjum til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.