Innanlandsstarf
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Grindavík
14. janúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík. Afrakstur hennar verður nýttur til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega.
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna eldgossins sem hófst við Grindavík nú í morgun. Henni er ætlað að styðja íbúa bæjarins.
Það hryggir okkur að eldgosið valdi skemmdum á heimilum fólks og innviðum bæjarins. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum og við munum standa með þeim í gegnum þetta erfiða tímabil og vera til staðar eins lengi og þörf krefur.
Öllu fé sem safnast í þessari söfnun verður úthlutað til Grindvíkinga í gegnum úthlutunarnefnd, að undanskildum kostnaði við úthlutunina sjálfa. Úthlutunarnefndin samanstendur af fulltrúum Rauða krossins, félagsþjónustu Grindavíkurbæjar og kirkjunnar í Grindavík. Hægt er að sækja um fjárstuðning í þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggvagötu.
Við vitum að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa mikla samúð með þeim hamförum sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir og vilja leggja sitt af mörkum til að styðja bæjarbúa og hjálpa þeim að komast í gegnum þessar hremmingar. Þessari söfnun er ætlað að koma til móts við öll þau sem vilja leggja sitt af mörkum og veita bæjarbúum stuðning.
Svona getur þú styrkt söfnunina:
👉https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.