Innanlandsstarf
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Grindavík
14. janúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík. Afrakstur hennar verður nýttur til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega.
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna eldgossins sem hófst við Grindavík nú í morgun. Henni er ætlað að styðja íbúa bæjarins.
Það hryggir okkur að eldgosið valdi skemmdum á heimilum fólks og innviðum bæjarins. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum og við munum standa með þeim í gegnum þetta erfiða tímabil og vera til staðar eins lengi og þörf krefur.
Öllu fé sem safnast í þessari söfnun verður úthlutað til Grindvíkinga í gegnum úthlutunarnefnd, að undanskildum kostnaði við úthlutunina sjálfa. Úthlutunarnefndin samanstendur af fulltrúum Rauða krossins, félagsþjónustu Grindavíkurbæjar og kirkjunnar í Grindavík. Hægt er að sækja um fjárstuðning í þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggvagötu.
Við vitum að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa mikla samúð með þeim hamförum sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir og vilja leggja sitt af mörkum til að styðja bæjarbúa og hjálpa þeim að komast í gegnum þessar hremmingar. Þessari söfnun er ætlað að koma til móts við öll þau sem vilja leggja sitt af mörkum og veita bæjarbúum stuðning.
Svona getur þú styrkt söfnunina:
👉https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.