Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi
19. apríl 2021
Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.
Rauða kross deildir Kópavogs og Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn, 4. mars 2021. Á fundinum var nýtt nafn sameinaðrar deildar samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Karólína Stefánsdóttir var kjörin formaður sameinaðrar deildar og aðrir stjórnarmenn eru Íris Hvanndal, Hörður Bragason, Telma Hlín Helgadóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Varamenn voru kosnir Guðbjörg Sveinsdóttir, Björg Sveinsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.
Í ávarpi fráfarandi formanna, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Kópavogsdeild og Karólínu Stefánsdóttur frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, kom fram að Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður 1941, Rauði krossinn í Garðabæ 1969 og árið 2015 sameinuðust Hafnarfjarðardeild og Garðabæjardeild. Rauði krossinn í Kópavogi var stofnaður árið 1958.
Með sameiningu verður til stærri og enn öflugri deild, en samlegðaráhrifin eru veruleg. Aðall deildarinnar eru verkefni sem sporna gegn félagslegri einangrun: heimsóknavinir, gönguvinir, símavinir, hundavinir, félagsvinir eftir afplánun og prjónahópar. Einnig er lögð áhersla á námskeiðahald í skyndihjálp, sálrænum stuðningi, börn og umhverfi og slys og veikindi barna.
Sameiginlegur fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar eru 569 og félagsmenn eru 4.118.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.