Innanlandsstarf
Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi
19. apríl 2021
Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.
Rauða kross deildir Kópavogs og Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn, 4. mars 2021. Á fundinum var nýtt nafn sameinaðrar deildar samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Karólína Stefánsdóttir var kjörin formaður sameinaðrar deildar og aðrir stjórnarmenn eru Íris Hvanndal, Hörður Bragason, Telma Hlín Helgadóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Varamenn voru kosnir Guðbjörg Sveinsdóttir, Björg Sveinsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.
Í ávarpi fráfarandi formanna, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Kópavogsdeild og Karólínu Stefánsdóttur frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, kom fram að Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður 1941, Rauði krossinn í Garðabæ 1969 og árið 2015 sameinuðust Hafnarfjarðardeild og Garðabæjardeild. Rauði krossinn í Kópavogi var stofnaður árið 1958.
Með sameiningu verður til stærri og enn öflugri deild, en samlegðaráhrifin eru veruleg. Aðall deildarinnar eru verkefni sem sporna gegn félagslegri einangrun: heimsóknavinir, gönguvinir, símavinir, hundavinir, félagsvinir eftir afplánun og prjónahópar. Einnig er lögð áhersla á námskeiðahald í skyndihjálp, sálrænum stuðningi, börn og umhverfi og slys og veikindi barna.
Sameiginlegur fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar eru 569 og félagsmenn eru 4.118.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.