Innanlandsstarf
Safnaði heimilisklinkinu og bætti svo um betur
21. október 2019
Nýtti vetrarfríið í að safna öllu klinki „sem enginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ og færði Rauða krossinum samtals 18 þúsund krónur.
Edith Kristín Kristjánsdóttir, 11 ára, færði Rauða krossinumtæpar 18 þúsund krónur þann 17. október. Hún hafði safnað öllu klinki „semenginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ á heimilinu bætti svo enn meiruvið úr sínum eigin sparibauk. Hún nýtti vetrarfríið í skólanum til að mæta íKópavogsdeild Rauða krossins í Hamraborg 11 og afhenda afraksturinn.
Rauðikrossinn þakkar Edith kærlega fyrir höfðinglegt framlag.
Allir fjármunir sem börn safna og gefa Rauða krossinum erunýttir til að hjálpa börnum í neyð víða um heim.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.