Innanlandsstarf
Safnaði heimilisklinkinu og bætti svo um betur
21. október 2019
Nýtti vetrarfríið í að safna öllu klinki „sem enginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ og færði Rauða krossinum samtals 18 þúsund krónur.
Edith Kristín Kristjánsdóttir, 11 ára, færði Rauða krossinumtæpar 18 þúsund krónur þann 17. október. Hún hafði safnað öllu klinki „semenginn nennti að hafa í vasanum og burðast með“ á heimilinu bætti svo enn meiruvið úr sínum eigin sparibauk. Hún nýtti vetrarfríið í skólanum til að mæta íKópavogsdeild Rauða krossins í Hamraborg 11 og afhenda afraksturinn.
Rauðikrossinn þakkar Edith kærlega fyrir höfðinglegt framlag.
Allir fjármunir sem börn safna og gefa Rauða krossinum erunýttir til að hjálpa börnum í neyð víða um heim.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.