Innanlandsstarf
Sameining deilda
04. mars 2021
Í dag, 4. mars var stofnfundur sameinaðrar deildar Rauða krossins í Kópavogi og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.
\r\nNýtt nafn sameinaðrar deildar var samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.
Á fundinum var nýtt nafn sameinaðrar deildar samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Karólína Stefánsdóttir var kjörin formaður sameinaðrar deildar og aðrir stjórnarmenn eru Íris Hvanndal, Hörður Bragason, Telma Hlín Helgadóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Varamenn voru kosnir Guðbjörg Sveinsdóttir, Björg Sveinsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.
Í ávarpi fráfarandi formanna, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Kópavogsdeild og Karólínu Stefánsdóttur frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, kom fram að Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður 1941, Rauði krossinn í Garðabæ 1969 og árið 2015 sameinuðust Hafnarfjarðardeild og Garðabæjardeild. Rauði krossinn í Kópavogi var stofnaður árið 1958.
Með sameiningu verður til stærri og enn öflugri deild, en samlegðaráhrifin eru veruleg. Aðall deildarinnar eru verkefni sem sporna gegn félagslegri einangrun: heimsóknavinir, gönguvinir, símavinir, hundavinir, félagsvinir eftir afplánun og prjónahópar. Einnig er lögð áhersla á námskeiðahald í skyndihjálp, sálrænum stuðningi, börn og umhverfi og slys og veikindi barna.
Sameiginlegur fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar eru 569 og félagsmenn eru 4.118.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.