Innanlandsstarf
Sjálfboðaliðar í fullum undirbúning fyrir Jólabasar
07. nóvember 2019
Jólabasar á aðventuhátíð í Kópavogi
Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þeir eru að undirbúa jólabasar sem haldin verður á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember, á túninu í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst klukkan 13 og svo hefst útiskemmtun klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Það verður jólamarkaður á útivistarsvæðinu þar sem gæðavörur tilvaldar í jólapakkann verða til sölu.
Vaskur hópur sjálfboðaliða kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. Föt sem framlag er eitt af mörgum verkefnum innan Rauða krossins og hittast sjálfboðaliðar í verkefninu síðasta miðvikudag hvers mánaðar til að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna. Allt er þetta íslenskt handverk prjónað og heklað í góðra vinahópi. Nú er brett upp ermar til að leggja lokahönd fyrir basarinn.
Ef þú vilt slást í hópinn eða hefur áhuga á að vera með í verkefninu þá er tilvalið að mæta á næstu samverur sem fara fram 13. Nóvember og 27. Nóvember í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð. Frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða í síma 570 4061.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.