Innanlandsstarf
Sjálfboðaliðar í fullum undirbúning fyrir Jólabasar
07. nóvember 2019
Jólabasar á aðventuhátíð í Kópavogi
Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þeir eru að undirbúa jólabasar sem haldin verður á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember, á túninu í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst klukkan 13 og svo hefst útiskemmtun klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Það verður jólamarkaður á útivistarsvæðinu þar sem gæðavörur tilvaldar í jólapakkann verða til sölu.
Vaskur hópur sjálfboðaliða kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. Föt sem framlag er eitt af mörgum verkefnum innan Rauða krossins og hittast sjálfboðaliðar í verkefninu síðasta miðvikudag hvers mánaðar til að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna. Allt er þetta íslenskt handverk prjónað og heklað í góðra vinahópi. Nú er brett upp ermar til að leggja lokahönd fyrir basarinn.
Ef þú vilt slást í hópinn eða hefur áhuga á að vera með í verkefninu þá er tilvalið að mæta á næstu samverur sem fara fram 13. Nóvember og 27. Nóvember í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð. Frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða í síma 570 4061.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.