Innanlandsstarf
Sjálfboðaliðar í fullum undirbúning fyrir Jólabasar
07. nóvember 2019
Jólabasar á aðventuhátíð í Kópavogi
Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þeir eru að undirbúa jólabasar sem haldin verður á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember, á túninu í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst klukkan 13 og svo hefst útiskemmtun klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Það verður jólamarkaður á útivistarsvæðinu þar sem gæðavörur tilvaldar í jólapakkann verða til sölu.
Vaskur hópur sjálfboðaliða kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. Föt sem framlag er eitt af mörgum verkefnum innan Rauða krossins og hittast sjálfboðaliðar í verkefninu síðasta miðvikudag hvers mánaðar til að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna. Allt er þetta íslenskt handverk prjónað og heklað í góðra vinahópi. Nú er brett upp ermar til að leggja lokahönd fyrir basarinn.
Ef þú vilt slást í hópinn eða hefur áhuga á að vera með í verkefninu þá er tilvalið að mæta á næstu samverur sem fara fram 13. Nóvember og 27. Nóvember í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð. Frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða í síma 570 4061.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.