Innanlandsstarf
Sjálfboðaliðar í fullum undirbúning fyrir Jólabasar
07. nóvember 2019
Jólabasar á aðventuhátíð í Kópavogi
Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þeir eru að undirbúa jólabasar sem haldin verður á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember, á túninu í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst klukkan 13 og svo hefst útiskemmtun klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Það verður jólamarkaður á útivistarsvæðinu þar sem gæðavörur tilvaldar í jólapakkann verða til sölu.
Vaskur hópur sjálfboðaliða kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. Föt sem framlag er eitt af mörgum verkefnum innan Rauða krossins og hittast sjálfboðaliðar í verkefninu síðasta miðvikudag hvers mánaðar til að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna. Allt er þetta íslenskt handverk prjónað og heklað í góðra vinahópi. Nú er brett upp ermar til að leggja lokahönd fyrir basarinn.
Ef þú vilt slást í hópinn eða hefur áhuga á að vera með í verkefninu þá er tilvalið að mæta á næstu samverur sem fara fram 13. Nóvember og 27. Nóvember í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð. Frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða í síma 570 4061.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.