Innanlandsstarf
Sjóvá styður Rauða krossinn
28. mars 2022
Margir íbúar Úkraínu hafa flúið heimkynni sín og væntanlega von á fjölda flóttafólks hingað til lands á næstu dögum og vikum.
Sjóvá hefur ákveðið að styðja við bakið á flóttafólki vegna stríðsins í Úkraínu, bæði þeim sem koma hingað til lands og þeim sem eru á flótta víða um Evrópu. Sjóvá leggur neyðarsöfnun Rauða krossins til 50.000 krónur fyrir hvern starfsmann fyrirtækisins, samtals 10 milljónir króna.
Til viðbótar við þennan styrk hélt starfsmannafélag Sjóvá spurningakeppni til styrkar Úkraínuverkefnum Rauða krossins og söfnuðust þar 560.000 kr. frá starfsfólkinu sjálfu. Sú upphæð bætist því við þær 10 milljónir sem fyrirtækið gefur í söfnunina.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta mikilvæga framlag Sjóvár. Það er gott að finna fyrir þeim mikla velvilja sem fyrirtæki og almenningur sýna fólki á flótta. Við munum nýta fjármagnið sem safnast til þess að koma fólki til aðstoðar, bæði hér á landi og í og við Úkraínu og hver króna skiptir máli“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins sem veitti styrknum viðtöku.
Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og að veita sálrænan stuðning.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“