Innanlandsstarf
Skátavinkonur safna fyrir Rauða krossinn
13. maí 2019
Skátavinkonur safna pening til styrktar Rauða krossinum.
Skátavinkonurnar Naima Emilía Emilsdóttir, Áslaug Rún Davíðsdóttir, Kristín Mjöll Jóhansdóttir, Krista Ýr Siggeirsdóttir og Guðrún Erla Björnsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær seldu ýmiskonar dót við Bónus á Smáratorgi. Þær kíktu kátar við í heimsókn í Rauða krossinn í Kópavogi og afhentu gjöfina. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkar fyrir framlagið til styrktar félagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.