Innanlandsstarf
Skyndihjálp - Vefnámskeið og verkleg þjálfun Rauða krossins
05. apríl 2019
Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds. Rauði krossinn mælir síðan með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á 2 klst verklegt námskeið sem fyrst til að öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð.
Viltu öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp? Vefnámskeið Rauðakrossins er stutt og hagnýtt námskeið fyrir upptekið fólk! Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Námskeiðið er bæði fyrir fólk sem hefur aldrei lært skyndihjálp og þá sem þurfa á upprifjun að halda. Hægt er að taka það hvar og hvenær sem er og það þarf ekki að klára í einum rykk. Vefumhverfið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt í notkun og námskeiðið stendur öllum til boða án endurgjalds.
Verkleg þjálfun er nauðsynlegur hluti af námi í skyndihjálp, til þess að ná góðum tökum á henni og öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð. Því mælir Rauði krossinn með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á verklegt námskeið sem fyrst, að vefnámskeiði loknu.
Rauði krossinn í Kópavogi heldur verklegt skyndihjálparnámskeið , 23. apríl. Þátttakendur byrja á því að taka Vefnámskeið Rauða krossins hvenær sem þeim hentar og koma svo á verklega námskeiðið. Þáttökugjald er 11.000 kr.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.