Innanlandsstarf
Skyndihjálp - Vefnámskeið og verkleg þjálfun Rauða krossins
05. apríl 2019
Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds. Rauði krossinn mælir síðan með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á 2 klst verklegt námskeið sem fyrst til að öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð.
Viltu öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp? Vefnámskeið Rauðakrossins er stutt og hagnýtt námskeið fyrir upptekið fólk! Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Námskeiðið er bæði fyrir fólk sem hefur aldrei lært skyndihjálp og þá sem þurfa á upprifjun að halda. Hægt er að taka það hvar og hvenær sem er og það þarf ekki að klára í einum rykk. Vefumhverfið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt í notkun og námskeiðið stendur öllum til boða án endurgjalds.
Verkleg þjálfun er nauðsynlegur hluti af námi í skyndihjálp, til þess að ná góðum tökum á henni og öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð. Því mælir Rauði krossinn með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á verklegt námskeið sem fyrst, að vefnámskeiði loknu.
Rauði krossinn í Kópavogi heldur verklegt skyndihjálparnámskeið , 23. apríl. Þátttakendur byrja á því að taka Vefnámskeið Rauða krossins hvenær sem þeim hentar og koma svo á verklega námskeiðið. Þáttökugjald er 11.000 kr.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.