Innanlandsstarf
Skyndihjálp - Vefnámskeið og verkleg þjálfun Rauða krossins
05. apríl 2019
Flesta langar til að læra skyndihjálp, en oft situr það á hakanum af ýmsum ástæðum. Rauði krossinn býður nú upp á stutt og hagnýtt vefnámskeið án endurgjalds. Rauði krossinn mælir síðan með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á 2 klst verklegt námskeið sem fyrst til að öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð.
Viltu öðlast grunnþekkingu í skyndihjálp? Vefnámskeið Rauðakrossins er stutt og hagnýtt námskeið fyrir upptekið fólk! Svona námskeið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á að læra skyndihjálp en eiga erfitt með að vera frá í 4 klst á kvöldin.
Námskeiðið er bæði fyrir fólk sem hefur aldrei lært skyndihjálp og þá sem þurfa á upprifjun að halda. Hægt er að taka það hvar og hvenær sem er og það þarf ekki að klára í einum rykk. Vefumhverfið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt í notkun og námskeiðið stendur öllum til boða án endurgjalds.
Verkleg þjálfun er nauðsynlegur hluti af námi í skyndihjálp, til þess að ná góðum tökum á henni og öðlast sjálfstraust til að veita fólki aðstoð í neyð. Því mælir Rauði krossinn með því að allir þeir sem taka vefnámskeiðið skrái sig á verklegt námskeið sem fyrst, að vefnámskeiði loknu.
Rauði krossinn í Kópavogi heldur verklegt skyndihjálparnámskeið , 23. apríl. Þátttakendur byrja á því að taka Vefnámskeið Rauða krossins hvenær sem þeim hentar og koma svo á verklega námskeiðið. Þáttökugjald er 11.000 kr.
Á þessu námskeiðið læra þátttakendur fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Frekari upplýsingar veitir Rauði krossinn í Kópavogi í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.