Innanlandsstarf
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
11. febrúar 2024
Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.

Það er Rauði krossinn á Íslandi sem fær þann heiður að verðlauna skyndihjálparmanneskjur ársins, en að þessu sinni fengu mæðginin Þorbjörg og Torfi, ásamt Guðna, nágranna þeirra, viðurkenninguna. Þau björguðu lífi Ásgeirs, eiginmanns Þorbjargar og föður Torfa, þegar hann fékk skyndilegt hjartastopp 12. apríl 2023.
Þau sýndu vel hvernig hægt er að bjarga mannslífi með réttum viðbrögðum og fumlausum leiðbeiningum neyðarvarðar hjá Neyðarlínunni 112.
Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að láta óttann ekki taka völdin og bregðast skynsamlega við, hringja í Neyðarlínuna 112 og fara að fyrirmælum margreyndra starfsmanna. Neyðarlínan 112 er alltaf til taks og tilbúin til að hjálpa, veita tilsögn og senda liðsauka.
Kunnátta í skyndihjálp og aðgengi að mikilvægum tækjum eins og hjartastuðtækjum margfalda líkurnar á að lífi sé bjargað og öll getum við tileinkað okkur þessa kunnáttu, óháð aldri. Skyndihjálp bjargar lífum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.