Innanlandsstarf
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
11. febrúar 2024
Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.

Það er Rauði krossinn á Íslandi sem fær þann heiður að verðlauna skyndihjálparmanneskjur ársins, en að þessu sinni fengu mæðginin Þorbjörg og Torfi, ásamt Guðna, nágranna þeirra, viðurkenninguna. Þau björguðu lífi Ásgeirs, eiginmanns Þorbjargar og föður Torfa, þegar hann fékk skyndilegt hjartastopp 12. apríl 2023.
Þau sýndu vel hvernig hægt er að bjarga mannslífi með réttum viðbrögðum og fumlausum leiðbeiningum neyðarvarðar hjá Neyðarlínunni 112.
Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að láta óttann ekki taka völdin og bregðast skynsamlega við, hringja í Neyðarlínuna 112 og fara að fyrirmælum margreyndra starfsmanna. Neyðarlínan 112 er alltaf til taks og tilbúin til að hjálpa, veita tilsögn og senda liðsauka.
Kunnátta í skyndihjálp og aðgengi að mikilvægum tækjum eins og hjartastuðtækjum margfalda líkurnar á að lífi sé bjargað og öll getum við tileinkað okkur þessa kunnáttu, óháð aldri. Skyndihjálp bjargar lífum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.