Innanlandsstarf
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
11. febrúar 2024
Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.

Það er Rauði krossinn á Íslandi sem fær þann heiður að verðlauna skyndihjálparmanneskjur ársins, en að þessu sinni fengu mæðginin Þorbjörg og Torfi, ásamt Guðna, nágranna þeirra, viðurkenninguna. Þau björguðu lífi Ásgeirs, eiginmanns Þorbjargar og föður Torfa, þegar hann fékk skyndilegt hjartastopp 12. apríl 2023.
Þau sýndu vel hvernig hægt er að bjarga mannslífi með réttum viðbrögðum og fumlausum leiðbeiningum neyðarvarðar hjá Neyðarlínunni 112.
Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að láta óttann ekki taka völdin og bregðast skynsamlega við, hringja í Neyðarlínuna 112 og fara að fyrirmælum margreyndra starfsmanna. Neyðarlínan 112 er alltaf til taks og tilbúin til að hjálpa, veita tilsögn og senda liðsauka.
Kunnátta í skyndihjálp og aðgengi að mikilvægum tækjum eins og hjartastuðtækjum margfalda líkurnar á að lífi sé bjargað og öll getum við tileinkað okkur þessa kunnáttu, óháð aldri. Skyndihjálp bjargar lífum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.