Innanlandsstarf
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
11. febrúar 2024
Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.
Það er Rauði krossinn á Íslandi sem fær þann heiður að verðlauna skyndihjálparmanneskjur ársins, en að þessu sinni fengu mæðginin Þorbjörg og Torfi, ásamt Guðna, nágranna þeirra, viðurkenninguna. Þau björguðu lífi Ásgeirs, eiginmanns Þorbjargar og föður Torfa, þegar hann fékk skyndilegt hjartastopp 12. apríl 2023.
Þau sýndu vel hvernig hægt er að bjarga mannslífi með réttum viðbrögðum og fumlausum leiðbeiningum neyðarvarðar hjá Neyðarlínunni 112.
Það er mikilvægt við aðstæður sem þessar að láta óttann ekki taka völdin og bregðast skynsamlega við, hringja í Neyðarlínuna 112 og fara að fyrirmælum margreyndra starfsmanna. Neyðarlínan 112 er alltaf til taks og tilbúin til að hjálpa, veita tilsögn og senda liðsauka.
Kunnátta í skyndihjálp og aðgengi að mikilvægum tækjum eins og hjartastuðtækjum margfalda líkurnar á að lífi sé bjargað og öll getum við tileinkað okkur þessa kunnáttu, óháð aldri. Skyndihjálp bjargar lífum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.