Innanlandsstarf
Starfsmenn Rauða krossins kenndu í Vísindaskólanum
29. júní 2023
Tveir starfsmenn Rauða krossins við Eyjafjörð tóku þátt í kennslunni hjá Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri fyrr í mánuðinum, en hann er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-13 ára.
Þær Inga Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri í málefnum flóttafólks, og Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnastjóri í Eyjafjarðadeild, tóku þátt í kennslu í Vísindaskólanum á Akureyri fyrr í mánuðinum þar sem þær fjölluðu um upplifanir flóttafólks.
Markmið Vísindaskólans er að bjóða ungmennum á aldrinum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri. Kennd eru fimm námskeið, eitt á hverjum degi.
Eitt af námskeiðunum sem skólinn bauð upp á í sumar hét „Að eiga hvergi heima“ og þar voru skoðaðar spurningar eins og „Af hverju verða stríð?“, „Hvernig leysast þau?“, „Hverjar eru afleiðingar stríðs?“ og „Hvernig ætli það sé að komast aldrei aftur í sitt eigið rúm?“.
„Til við að svara þessum spurningum einbeittum við okkur að mikilvægi þess að setja sig í spor annarra, ræddum um fordóma og fordómaleysi, fjölbreytileika og umburðarlyndi, hvað mannúð væri og hvernig þau gera betur en fyrri kynslóðir, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Anna Karen Úlfarsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri.
Krakkarnir veltu ýmsu fyrir sér út frá þessu þema og skreyttu teikningu af friðardúfu með vangaveltum sínum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.