Innanlandsstarf
Starfsmenn Rauða krossins kenndu í Vísindaskólanum
29. júní 2023
Tveir starfsmenn Rauða krossins við Eyjafjörð tóku þátt í kennslunni hjá Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri fyrr í mánuðinum, en hann er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-13 ára.

Þær Inga Lilja Ólafsdóttir, verkefnastjóri í málefnum flóttafólks, og Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnastjóri í Eyjafjarðadeild, tóku þátt í kennslu í Vísindaskólanum á Akureyri fyrr í mánuðinum þar sem þær fjölluðu um upplifanir flóttafólks.
Markmið Vísindaskólans er að bjóða ungmennum á aldrinum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri. Kennd eru fimm námskeið, eitt á hverjum degi.
Eitt af námskeiðunum sem skólinn bauð upp á í sumar hét „Að eiga hvergi heima“ og þar voru skoðaðar spurningar eins og „Af hverju verða stríð?“, „Hvernig leysast þau?“, „Hverjar eru afleiðingar stríðs?“ og „Hvernig ætli það sé að komast aldrei aftur í sitt eigið rúm?“.

„Til við að svara þessum spurningum einbeittum við okkur að mikilvægi þess að setja sig í spor annarra, ræddum um fordóma og fordómaleysi, fjölbreytileika og umburðarlyndi, hvað mannúð væri og hvernig þau gera betur en fyrri kynslóðir, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Anna Karen Úlfarsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri.
Krakkarnir veltu ýmsu fyrir sér út frá þessu þema og skreyttu teikningu af friðardúfu með vangaveltum sínum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.