Innanlandsstarf
Tímamót í öryggi í vatni á Íslandi
09. febrúar 2024
Umhverfisstofnun og Rauði krossinn á Íslandi hafa skrifað undir samning sem felur Rauða krossinum að sjá um þjálfun, námskeið og hæfnispróf fyrir laugarverði og þau sem starfa í vatni.
Í gær undirrituðu Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, samninginn, sem markar tímamót varðandi öryggi í vatni.
Rauði krossinn mun héðan í frá sjá alfarið um þjálfun, námskeið og hæfnispróf í Öryggi, skyndihjálp og björgun fyrir öll þau sem starfa í vatni.
Tímasetning samningsins er engin tilviljun, en haldið verður upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu á sunnudag og þar verður þessi málaflokkur í forgrunni, því þema dagsins er Öryggi á vatni og sjó.
Um er að ræða fyrsta skiptið í sögu öryggismála í vatni á Íslandi þar sem Umhverfisstofnun hefur heimild samkvæmt lögum til að veita aðila eða stofnun umsjón og faglega ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki. Rauða krossinum var falið þetta verkefni eftir að Umhverfisstofnun mat félagið hæft til þess á grundvelli þekkingar og reynslu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.