Innanlandsstarf
Tímamót í öryggi í vatni á Íslandi
09. febrúar 2024
Umhverfisstofnun og Rauði krossinn á Íslandi hafa skrifað undir samning sem felur Rauða krossinum að sjá um þjálfun, námskeið og hæfnispróf fyrir laugarverði og þau sem starfa í vatni.
Í gær undirrituðu Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, samninginn, sem markar tímamót varðandi öryggi í vatni.
Rauði krossinn mun héðan í frá sjá alfarið um þjálfun, námskeið og hæfnispróf í Öryggi, skyndihjálp og björgun fyrir öll þau sem starfa í vatni.
Tímasetning samningsins er engin tilviljun, en haldið verður upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu á sunnudag og þar verður þessi málaflokkur í forgrunni, því þema dagsins er Öryggi á vatni og sjó.
Um er að ræða fyrsta skiptið í sögu öryggismála í vatni á Íslandi þar sem Umhverfisstofnun hefur heimild samkvæmt lögum til að veita aðila eða stofnun umsjón og faglega ábyrgð í þessum mikilvæga málaflokki. Rauða krossinum var falið þetta verkefni eftir að Umhverfisstofnun mat félagið hæft til þess á grundvelli þekkingar og reynslu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.