Innanlandsstarf
Vel heppnað hundavinanámskeið á Akranesi
23. maí 2019
Fyrir tveimur vikum var haldið hundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt í gegnum námskeiðið.
Heimsóknavinir með hund erusjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli ogdvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið er sífellt að stækka þar sem hundar getanáð vel til fólks og oft á tíðum mun betur en fólk. Fyrir tveimur vikum var haldiðhundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt ígegnum námskeiðið.
Rauði krossinn er afar stoltur afhundavinum Rauða krossins. Á námskeiðinu eru reyndir hundavinir Rauða krossinssem þjálfa þátttakendur á hundavinanámskeiðinu. Á námskeiðinu læra þátttakendurum hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa meðöruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendurgrunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að veraheimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunumsínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýtast í starfi.
Ef þú vilt taka þátt í starfinu þá er hægt að skrá sig hér ávefsíðu Rauða krossins -https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Ath: Heimsóknahundur þarf að vera orðinn 2ja ára og mega helst ekki vera eldri en 10 ára. Hérmá finna nánari upplýsingar um færniviðmið verkefnisins.
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogií síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.