Innanlandsstarf
Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
06. desember 2018
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ héldu sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans þann 5. desember. Gleðin lukkaðist vel og voru sjálfboðaliðar ánægðir með viðburðinn.Boðið var upp á heitan mat með hátíðlegu ívafi frá Grillhúsinu og dagskráin full af ýmsum skemmtiatriðum. Elva Dögg var með uppistand, sjálfboðaliðarnir Ragnar Rúnar, Jóhanna og Helga sögðu brandara og söngkonurnar Eva Björk og Ragna Björg tóku jólalög.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf hjá Rauða krossinum. Helga Jörgensen úr fataverkefninu og Ólafur Ágúst Þorsteinsson úr hundavinaverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Þau Sonja Kovacevic og Melanie Powell úr hælisverkefninu, Steindór Guðjónsson úr verkefninu Karlar í skúrum og Sigríður Björnsdóttir úr fataverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Rauði krossinn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Takk allir sem tóku þátt í sjálfboðaliðagleðinni og hafið það gott yfir hátíðarnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.