Innanlandsstarf
Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
06. desember 2018
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ héldu sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans þann 5. desember. Gleðin lukkaðist vel og voru sjálfboðaliðar ánægðir með viðburðinn.Boðið var upp á heitan mat með hátíðlegu ívafi frá Grillhúsinu og dagskráin full af ýmsum skemmtiatriðum. Elva Dögg var með uppistand, sjálfboðaliðarnir Ragnar Rúnar, Jóhanna og Helga sögðu brandara og söngkonurnar Eva Björk og Ragna Björg tóku jólalög.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf hjá Rauða krossinum. Helga Jörgensen úr fataverkefninu og Ólafur Ágúst Þorsteinsson úr hundavinaverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Þau Sonja Kovacevic og Melanie Powell úr hælisverkefninu, Steindór Guðjónsson úr verkefninu Karlar í skúrum og Sigríður Björnsdóttir úr fataverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Rauði krossinn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Takk allir sem tóku þátt í sjálfboðaliðagleðinni og hafið það gott yfir hátíðarnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.