Innanlandsstarf
Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
06. desember 2018
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ héldu sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans þann 5. desember. Gleðin lukkaðist vel og voru sjálfboðaliðar ánægðir með viðburðinn.Boðið var upp á heitan mat með hátíðlegu ívafi frá Grillhúsinu og dagskráin full af ýmsum skemmtiatriðum. Elva Dögg var með uppistand, sjálfboðaliðarnir Ragnar Rúnar, Jóhanna og Helga sögðu brandara og söngkonurnar Eva Björk og Ragna Björg tóku jólalög.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf hjá Rauða krossinum. Helga Jörgensen úr fataverkefninu og Ólafur Ágúst Þorsteinsson úr hundavinaverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Þau Sonja Kovacevic og Melanie Powell úr hælisverkefninu, Steindór Guðjónsson úr verkefninu Karlar í skúrum og Sigríður Björnsdóttir úr fataverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Rauði krossinn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Takk allir sem tóku þátt í sjálfboðaliðagleðinni og hafið það gott yfir hátíðarnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.