Innanlandsstarf
Verkefnið Aðstoð eftir afplánun fékk góðan styrk frá Velferðarráði Kópavogs
07. september 2020
Félagsvinir eru sjálfboðaliðar sem styðja við einstaklinga sem eru að ljúka afplánun en eftir fjarveru úr samfélaginu þá er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið.
\r\n\r\n
Með verkefninu er leitast við að efla getu þáttakanda við að takast á við lífið og þær áskoranir sem verða á vegi þeirra, nýta sér opinbera þjónustu, leita sér nýrra leiða í uppbyggingu á félagslegu neti og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
Rauði krossinn í Kópavogi færir Velferðarráði kærar þakkir fyrir traustið og styrkinn góða. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í verkefninu eða styrkja það með öðrum hætti er bent á að hafa samband við Kópavogsdeild kopavogur@redcross.is
Hægt er að lesa meira um verkefnið https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.