Innanlandsstarf
Verkefnið Aðstoð eftir afplánun fékk góðan styrk frá Velferðarráði Kópavogs
07. september 2020
Félagsvinir eru sjálfboðaliðar sem styðja við einstaklinga sem eru að ljúka afplánun en eftir fjarveru úr samfélaginu þá er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið.
\r\n\r\n
Með verkefninu er leitast við að efla getu þáttakanda við að takast á við lífið og þær áskoranir sem verða á vegi þeirra, nýta sér opinbera þjónustu, leita sér nýrra leiða í uppbyggingu á félagslegu neti og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
Rauði krossinn í Kópavogi færir Velferðarráði kærar þakkir fyrir traustið og styrkinn góða. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í verkefninu eða styrkja það með öðrum hætti er bent á að hafa samband við Kópavogsdeild kopavogur@redcross.is
Hægt er að lesa meira um verkefnið https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.