Innanlandsstarf
Verkefnið Aðstoð eftir afplánun fékk góðan styrk frá Velferðarráði Kópavogs
07. september 2020
Félagsvinir eru sjálfboðaliðar sem styðja við einstaklinga sem eru að ljúka afplánun en eftir fjarveru úr samfélaginu þá er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið.
\r\n\r\n
Með verkefninu er leitast við að efla getu þáttakanda við að takast á við lífið og þær áskoranir sem verða á vegi þeirra, nýta sér opinbera þjónustu, leita sér nýrra leiða í uppbyggingu á félagslegu neti og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
Rauði krossinn í Kópavogi færir Velferðarráði kærar þakkir fyrir traustið og styrkinn góða. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í verkefninu eða styrkja það með öðrum hætti er bent á að hafa samband við Kópavogsdeild kopavogur@redcross.is
Hægt er að lesa meira um verkefnið https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.