Innanlandsstarf
Verkefnið Aðstoð eftir afplánun fékk góðan styrk frá Velferðarráði Kópavogs
07. september 2020
Félagsvinir eru sjálfboðaliðar sem styðja við einstaklinga sem eru að ljúka afplánun en eftir fjarveru úr samfélaginu þá er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið.
\r\n\r\n
Með verkefninu er leitast við að efla getu þáttakanda við að takast á við lífið og þær áskoranir sem verða á vegi þeirra, nýta sér opinbera þjónustu, leita sér nýrra leiða í uppbyggingu á félagslegu neti og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
Rauði krossinn í Kópavogi færir Velferðarráði kærar þakkir fyrir traustið og styrkinn góða. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í verkefninu eða styrkja það með öðrum hætti er bent á að hafa samband við Kópavogsdeild kopavogur@redcross.is
Hægt er að lesa meira um verkefnið https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.