Innanlandsstarf
Vorferð föt sem framlag
15. apríl 2019
Föt sem framlag prjónahóparnir í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ skelltu sér í vorferð og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi með viðkomu í Hveragerði.
Það voru 50 sjálfboðaliðar úr Föt sem framlag hópunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ sem gerðu sér glaðan dag á miðvikudaginn síðasta og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi. Á leiðinni var komið við í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði þar sem Guðríður skólastjóri tók vel á móti okkur og sýndi okkur og sagði frá í gróðurhúsunum og svo var komið við í Álnavörubúðinni í Hveragerði.
Við komum svo ekki að tómum kofanum á Selfossi frekar en fyrri daginn en þar var boðið upp á dýrindis súpu og brauð. Þar gafst einnig tækifæri til að sjá hvað Föt sem framlag á Selfossi er að prjóna, sauma og hekla og til skrafs og ráðagerða varðandi verkefnið Föt sem framlag sem er að taka breytingum um þessar mundir. Nýverið var hætt að senda ungbarnapakka til Hvíta-Rússlands og ákveðið að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru því að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.