Innanlandsstarf
Vorferð föt sem framlag
15. apríl 2019
Föt sem framlag prjónahóparnir í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ skelltu sér í vorferð og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi með viðkomu í Hveragerði.
Það voru 50 sjálfboðaliðar úr Föt sem framlag hópunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ sem gerðu sér glaðan dag á miðvikudaginn síðasta og heimsóttu Rauða krossinn á Selfossi. Á leiðinni var komið við í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði þar sem Guðríður skólastjóri tók vel á móti okkur og sýndi okkur og sagði frá í gróðurhúsunum og svo var komið við í Álnavörubúðinni í Hveragerði.
Við komum svo ekki að tómum kofanum á Selfossi frekar en fyrri daginn en þar var boðið upp á dýrindis súpu og brauð. Þar gafst einnig tækifæri til að sjá hvað Föt sem framlag á Selfossi er að prjóna, sauma og hekla og til skrafs og ráðagerða varðandi verkefnið Föt sem framlag sem er að taka breytingum um þessar mundir. Nýverið var hætt að senda ungbarnapakka til Hvíta-Rússlands og ákveðið að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru því að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.