Innanlandsstarf
Yfir 70 börn sungu hjá Rauða krossinum í Kópavogi
27. febrúar 2020
Rauði krossinn í Kópavogi býður börnin í bænum ávallt velkomin á Öskudaginn
Rauði krossinn í Kópavogi býður ávallt börnin í bænum velkomin á Öskudaginn og í ár komu yfir 70 börn og sungu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í deildinni. Fjölbreytni í lagavali og söngstíl var sérlega mikil þetta árið og eru starfskonur ánægðar með börnin í bænum. Búningarnir voru margir og mismunandi, sérstaklega voru yngri börnin metnaðarfull í uppátækjum sínum.
Hermione, Kínverskir hestar að flýja Kórónaveiru, bófar, uppvakningar, trúðar og slökkviliðskona voru á meðal gesta. Hér eru nokkrar myndir frá deginum, allar birtar með leyfi barna og foreldra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.