Innanlandsstarf
Yfir 70 börn sungu hjá Rauða krossinum í Kópavogi
27. febrúar 2020
Rauði krossinn í Kópavogi býður börnin í bænum ávallt velkomin á Öskudaginn
Rauði krossinn í Kópavogi býður ávallt börnin í bænum velkomin á Öskudaginn og í ár komu yfir 70 börn og sungu fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í deildinni. Fjölbreytni í lagavali og söngstíl var sérlega mikil þetta árið og eru starfskonur ánægðar með börnin í bænum. Búningarnir voru margir og mismunandi, sérstaklega voru yngri börnin metnaðarfull í uppátækjum sínum.
Hermione, Kínverskir hestar að flýja Kórónaveiru, bófar, uppvakningar, trúðar og slökkviliðskona voru á meðal gesta. Hér eru nokkrar myndir frá deginum, allar birtar með leyfi barna og foreldra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.