Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.