Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“