Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.