Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
487336323 1072314578275794 2631565567435035634 N

Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins drepnir á Gaza

Alþjóðastarf 25. maí 2025

„Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Á Gaza er enginn staður öruggur.“

GSF4002

Þrjú ráðuneyti styrkja Hjálparsíma Rauða krossins

Innanlandsstarf 23. maí 2025

Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað samning við Rauða krossinn sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. „Þetta er ótrúlega mikilvæg þjónusta,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra er skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins á fimmtudag.

Margrét Kría Lítil

Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu

Almennar fréttir 23. maí 2025

Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

Pexels Kampus 8813497

Um 50 börn fá styrki úr Tómstundasjóði Rauða krossins

Innanlandsstarf 21. maí 2025

„Tómstundir auka vellíðan barna, svo einfalt er það,“ segir Nína Helgadóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum sem heldur utan um tómstundasjóð félagsins. Velferðarsjóður barna hefur veitt tómstundasjóðnum veglegan styrk.

Gaza 7 Mai

Fólk á Gaza sárbiður um hjálp

Alþjóðastarf 19. maí 2025

Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Siljabara 1

„Við verðum að brýna raustina“

Almennar fréttir 13. maí 2025

„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Red Cross Field Hospital ICRC2

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár

Alþjóðastarf 09. maí 2025

Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Stilla Úr Bensínlaus Táknmál

Vertu klár á táknmáli

Innanlandsstarf 09. maí 2025

Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

PRCS Sjúkrabíll

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk

Alþjóðastarf 08. maí 2025

„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.

JBB00196

Ylja er „eins og gott knús“

Innanlandsstarf 06. maí 2025

Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Rústir Khan Younis Gaza

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza

Alþjóðastarf 02. maí 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu. 

0X060a2b340101010201010f12134b053a19663202870706805502000d3a4aafb1

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð

Alþjóðastarf 28. apríl 2025

„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðar Ársins NÝ

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi

Innanlandsstarf 07. apríl 2025

Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

Ingibjörg Halldórsdóttir Eyjafjarðardeild

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“

Innanlandsstarf 03. apríl 2025

Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Minningarstundrkí

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

487484267 1245119830518616 4167862970320585498 N

Mikil neyð í Mjanmar

Alþjóðastarf 02. apríl 2025

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

487539416 1072310574942861 5248305201902986548 N

Bráðaliðar drepnir við störf sín

Alþjóðastarf 31. mars 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna Á Viðsjárverðum Tímum FB (1)

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú

Almennar fréttir 28. mars 2025

Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.