Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
Stelpur Máluðu Fyrir Tombólu Sept25

Máluðu myndir og seldu vegfarendum

Almennar fréttir 12. september 2025

Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

JBB00059 Copy

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð

Innanlandsstarf 11. september 2025

Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Pexels Ivan Samkov 9630204

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta

Innanlandsstarf 08. september 2025

Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

ICRC Field Hospital, Rafah Gaza, 13 05 2024 1

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza

Alþjóðastarf 03. september 2025

Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Hadia 3

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“

Almennar fréttir 02. september 2025

Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Pexels Negativespace 173408

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Innanlandsstarf 01. september 2025

Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.

Pexels Vjapratama 935835

Ungu fólki úr Grindavík boðið á námskeið

Innanlandsstarf 01. september 2025

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar.

Hlúð Að Barni Í Sjúkrabíl PCRC

Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt

Alþjóðastarf 26. ágúst 2025

„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Sálræn Fyrsta Hjálp Fréttamynd Ifrc

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp

Almennar fréttir 25. ágúst 2025

Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

JBB00196 (1)

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs

Innanlandsstarf 12. ágúst 2025

Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.

Íris Ólafsdóttir 2

„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“

Innanlandsstarf 05. ágúst 2025

Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

1717 Mannvinir Jóla (7)

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga

Innanlandsstarf 01. ágúst 2025

Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Sendinefnd Til Sweida

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida

Alþjóðastarf 30. júlí 2025

Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

006 We Have No Escape 06

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or

Alþjóðastarf 29. júlí 2025

Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Svanhvít Sjálfboðaliði Aðal1

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum

Innanlandsstarf 23. júlí 2025

„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

W4U 5

Listsköpun, leikur og lærdómur

Innanlandsstarf 15. júlí 2025

„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Gísli Og CO Aðsend Grein

Stöðvum helvíti á jörðu

Alþjóðastarf 09. júlí 2025

„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Pétur DSF1020

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun

Innanlandsstarf 08. júlí 2025

Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.