Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
24. mars 2023
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt.

Í stjórn kom nýr formaður til tveggja ára, Margrét Gauja Magnúsdóttir, en auk þess var Indriði Gunnlaugsson kosinn í stjórn til tveggja ára, Þorsteinn Jónsson kosinn sem gjaldkeri til tveggja ára og Védís Einarsdóttir kosin sem varamaður til eins árs.
Elínborg, varaformaður samtakanna Hennar rödd, kom og flutti áhugavert erindi í upphafi fundar og þökkum við henni kærlega fyrir.
Ný stjórn Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.
Ársskýrslu deildarinnar fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.