Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
24. mars 2023
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt.
Í stjórn kom nýr formaður til tveggja ára, Margrét Gauja Magnúsdóttir, en auk þess var Indriði Gunnlaugsson kosinn í stjórn til tveggja ára, Þorsteinn Jónsson kosinn sem gjaldkeri til tveggja ára og Védís Einarsdóttir kosin sem varamaður til eins árs.
Elínborg, varaformaður samtakanna Hennar rödd, kom og flutti áhugavert erindi í upphafi fundar og þökkum við henni kærlega fyrir.
Ný stjórn Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.
Ársskýrslu deildarinnar fyrir árið 2022 má nálgast hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.