Almennar fréttir
Framúrskarandi sjálfboðaliðar
15. mars 2023
Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.
Monika Emilsdóttir er læknir og tekur að sér bakvaktir fyrir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður og hefur gert slíkt í tæp fimm ár. Ragnar Kjartansson, listamaður, starfar í félagstarfi með hælisleitendum síðastliðin tvö ár.
Í umsögn stjórnar um störf Moniku kemur fram að hún er gríðarlega áreiðanlegur sjálfboðaliði og er ötul við að skrá sig á vaktir. Oftast tekur hún tvær vikur á bakvakt í hverjum mánuði. Hún þekkir skjólstæðingahópinn og þjónustu þarfi hans vel. Auk þess er Monika mikilvægur sjálfboðaliði því hún er einnig góður stuðningur fyrir starfsfólk verkefnisins þegar verið er að þjónusta skjólstæðinga Frú Ragnheiðar á daginn, en þá veitir hún læknisfræðilega ráðgjöf og fræðslu og sinnir eftirfylgd mála.
Í umsögn stjórnar um störf Ragnars kemur fram að hæfni hans í mannlegum samskiptum nýtist vel við að brúa bil tungumála og menningarheima í hinu daglegu samskiptum. Hann á mikinn þátt í að viðhalda því hlýlega og jákvæða andrúmslofti sem þar ríkir. Ragnar fer gjarnan út fyrir sínar grunnskyldur sem sjálfboðaliði og nýtir sér tengingar í listaheiminn til að bjóða tónlistarfólki í heimsókn í Rauða krossins auk þess að skipuleggja hópaferðir á listasöfn og vinnustofur listafólks.
Við þökkum þeim Moniku og Ragnari kærlega fyrir þeirra framlag í þágu mannúðar. Hægt er að lesa frekar um starf deildarinnar í ársskýrslu deildarinnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.