Almennar fréttir
Framúrskarandi sjálfboðaliðar
15. mars 2023
Sjálfboðaliðarnir Monika Emilsdóttir og Ragnar Kjartansson fengu viðurkenninguna Framúrskarandi sjálfboðaliðar á nýliðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu þann 9. mars.

Monika Emilsdóttir er læknir og tekur að sér bakvaktir fyrir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður og hefur gert slíkt í tæp fimm ár. Ragnar Kjartansson, listamaður, starfar í félagstarfi með hælisleitendum síðastliðin tvö ár.
Í umsögn stjórnar um störf Moniku kemur fram að hún er gríðarlega áreiðanlegur sjálfboðaliði og er ötul við að skrá sig á vaktir. Oftast tekur hún tvær vikur á bakvakt í hverjum mánuði. Hún þekkir skjólstæðingahópinn og þjónustu þarfi hans vel. Auk þess er Monika mikilvægur sjálfboðaliði því hún er einnig góður stuðningur fyrir starfsfólk verkefnisins þegar verið er að þjónusta skjólstæðinga Frú Ragnheiðar á daginn, en þá veitir hún læknisfræðilega ráðgjöf og fræðslu og sinnir eftirfylgd mála.
Í umsögn stjórnar um störf Ragnars kemur fram að hæfni hans í mannlegum samskiptum nýtist vel við að brúa bil tungumála og menningarheima í hinu daglegu samskiptum. Hann á mikinn þátt í að viðhalda því hlýlega og jákvæða andrúmslofti sem þar ríkir. Ragnar fer gjarnan út fyrir sínar grunnskyldur sem sjálfboðaliði og nýtir sér tengingar í listaheiminn til að bjóða tónlistarfólki í heimsókn í Rauða krossins auk þess að skipuleggja hópaferðir á listasöfn og vinnustofur listafólks.
Við þökkum þeim Moniku og Ragnari kærlega fyrir þeirra framlag í þágu mannúðar. Hægt er að lesa frekar um starf deildarinnar í ársskýrslu deildarinnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.